fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Eiríkur hvetur fólk til að snæða hádegismat á elliheimilum á 1200 krónur: „Besti díll bæj­ar­ins“

Auður Ösp
Föstudaginn 15. desember 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjón­ustu­lundin er eins og á hágæða veit­inga­húsi. Í hvert skipti sem ég kem í mat dekrar starfs­fólkið ekki bara við íbú­anna heldur einnig við mig,“ skrifar Eiríkur Ragnarsson í pistli sem birtist á vef Kjarnans. Vekur hann þar athygli fólks á þeim möguleika að nýta sér hádegimatinn sem boðið er upp á hjá elliheimilum og fá þannig að saðsama máltíð á ódýru verði.

Hann segir frænku sína, sem býr á elliheimilinu í Lönguhlíð reglulega bjóða til sín gestum í hádegisverð. Maturinn sé fyrsta flokks: súpa í for­rétt, heitur heim­il­is­matur í aðal­rétt og kaffi á eftir. Þá er félagsskapur eldra fólksins ekki síðri og ekki spillir fyrir verðlagið sem er mun lægra en á helstu veitingastöðum borgarinnar:

„Tveggja – og stundum þriggja – rétta mál­tíð kostar aðeins 1.200 krónur fyrr gesti. Ef við berum þetta saman við aðra val­mögu­leika þá sjáum við hversu ótrú­lega góður díll þetta er. Til dæm­is, síð­ast þegar ég fór fékk ég græn­met­is­súpu í for­rétt og Ýsu í orlý með kart­öflum og græn­meti í aðal­rétt. Ekki ósvipuð mál­tíð og býðst á hinum ýmsu veit­inga­húsum borg­ar­inn­ar,“

ritar hann og bætir við á öðrum stað að það fari ekki á milli mála að „besti díll bæjarins“ sé á elliheimilinu. Hann kveðst þó aldrei hafa rekist á aðra en íbúana í hádegismat á elliheimilinu og telur ástæðurnar vera tímaskort fólks, leti og fordóma og skort á upplýsingum um þennan valkost.

„Fólk er til í að fara í mat, en veit ekki endi­lega að það er í boði og/eða veit ekki hvað það getur sparað sér mikið með því að fara í hádeg­is­mat á elli­heim­il­inu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“