fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Gummi Ben varð heimsfrægur á svipstundu -„Það bara hringdu allir fjölmiðlar í heiminum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, varð heimsfrægur fyrir lýsingar sínar á leikjum íslenska landsliðsins í knattspyrnu á EM 2016. Lýsingar hans einkenndust af mikilli ástríðu og hita og átti Guðmundur erfitt með að hemja sig þegar allt gekk að óskum.

Gummi er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, fjölmiðlamanns, þar sem hann ræðir um ferilinn. Þar kemur fram að í kjölfar þess að lýsingar hans vöktu athygli á netinu þá hafi hann orðið fyrir miklum ágangi erlendra fjölmiðla.

„Ég var fljótur að átta mig á því að það væri ekki séns fyrir mig að svara þessu öllu. Eftir Austurríkisleikinn gerðist eitthvað sem er eiginlega ekki hægt að útskýra. Reyndar verð ég nú að skjóta á einn starfsmann Símans sem ákvað að það væri góð hugmynd að allir erlendir fjölmiðlar sem hefðu samband fengju bara númerið mitt. Það var ekki góð hugmynd“

Fyrst hafi það verið norsk sjónvarpsstöð að bjóða honum viðtal. Gummi samþykkti það, en svo kom næsta símtal, svo næsta og svo enn fleiri.

„Það bara stoppaði ekki síminn. Ég gat ekki gert neitt í símanum. Ég gat hvorki svarað pósti eða neitt. Því hann bara hringdi stanslaust.“

„Það bara hringdu allir fjölmiðlar í heiminum svo ég gat ekki einu sinni staðið við það að tala við þetta fólk sem ég var búinn að segja já við og ég hafði bara ekki tíma í þetta.“

Eftir EM bárust Gumma mörg boð um að koma í viðtöl og taka þátt í ýmsum viðburðum.

„Þetta var alveg áhugavert. Ég ferðaðist nú eitthvað þarna. Fór í skemmtilegan þátt. Þetta er svona nánast áramótaskaupið í Þýskalandi segja þeir. Einhver þáttur sem er tekinn upp í Köln. Það voru þrír gestir í þessum þætti. Það var að sjálfsögðu Robbie Williams, Tony Kroos, leikmaður Real madrid og svo að Gummi Ben frá Íslandi.“

Þetta þótt Gumma furðuleg samsetning, þessar tvær stórstjörnur og svo hann sjálfur.

„Síðan fór ég líka til Þýskalands. Það er einhver svona tæknisýning og þetta er fyrirtæki þarna, stórt fyrirtæki, sem vildu endilega fá mig á þessa sýningu.“

Gummi var þó aldrei með það á hreinu hvað hann ætti að gera á þessari sýningu. Hann var svo nokkuð hissa þegar honum var tilkynnt að hann ætti að koma fram klukkutíma áður en sýningin hæfist. Þá kom á daginn að Gummi var þarna kominn til að hita upp starfsmennina og peppa þá upp í helgina.

Nú hefur mikið róast í ágengni erlendra fjölmiðla, en þó fær Guðmundur alltaf símtal eða tölvupóst í hvert sinn sem Íslands spilar landsleik.

https://www.youtube.com/watch?time_continue=5210&v=uhPnWKZlkwQ&feature=emb_logo

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segist vera hugrökk prinsessa og fékk mikið skítkast í kjölfarið – ,,Þú ert engin helvítis prinsessa, þú ert hóra“

Segist vera hugrökk prinsessa og fékk mikið skítkast í kjölfarið – ,,Þú ert engin helvítis prinsessa, þú ert hóra“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leeds vann deildina og Guðlaugur Victor féll – Luton féll annað árið í röð

Leeds vann deildina og Guðlaugur Victor féll – Luton féll annað árið í röð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orða Antony við risaskref í sumar

Orða Antony við risaskref í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið
433Sport
Í gær

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika