fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Segir karlmenn með lítið sjálfstraust uppnefna Kára

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Gunnarsson, blaðamaður hjá Markaðinum skrifar um það mikilvæga hlutverk sem Kári Stefánsson og Íslensk erfðagreining hafa staðið að í baráttunni við COVID-19  í pistli sínum sem birtist í Markaðinum í dag.

Hann segir að Kári sé oft uppnefndur „freki karlinn“ af fólki og þar séu karlmenn með lítið sjálfstraust áberandi. Að mati Þórðs liggur Kári vel við höggi „hneykslunarshersins á netinu“, þar sem að hann er vel stæður og hikar ekki við að segja skoðanir sínar

„Nú þegar Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá þátttöku í kórónaveiruskimun komufarþega á Keflavíkurflugvelli, hefur ekki staðið á fyrirsjáanlegri hneykslun ákveðinna hópa samfélagsins. Ekki leið á löngu þar til Kára Stefánssyni var lýst sem „freka kallinum“ á samfélagsmiðlum, en það er staðlaður frasi sem er einkum notaður af karlmönnum með lítið sjálfstraust, til að lýsa vanþóknun á kynbræðrum sínum – þeim sem hafa til dæmis notið fjárhagslegrar velgengni, þeim sem hika ekki við að lýsa skoðunum sínum á afdráttarlausan hátt eða þeim sem dirfast að gæta viðskiptahagsmuna sinna.

Allt þrennt á við Kára Stefánsson og því liggur hann vel við höggi hneykslunarhersins á netinu.“

Þórður minnist þess þegar að Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir talaði um kostnaðinn sem Íslensk erfðagreining hefur lagt í að berjast gegn veirunni. Að fyrirtækið hefði borgað stærstan hluta af þeim hundruðum milljóna króna kostnaði sem farið hefur í skimum á farþegum á Keflavíkurflugvelli. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búinn að gera samning við ÍE.

„Framlag Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE, í baráttunni gegn faraldrinum, er vart hægt að meta sem skyldi. Fram kom í viðtali Bylgjunnar við Sigurð Guðmundsson, fyrrverandi landlækni, að kostnaður við skimun komufarþega á Keflavíkurflugvelli hefði líklegast kostað um 350-400 milljónir hingað til – „að vísu borgað af ÍE að mestu leyti,“ sagði landlæknir emeritus.

Ef litið er til heildarumfangs framlags ÍE frá upphafi aðgerða í mars, væri það varfærnislega ályktað að kostnaður fyrirtækisins sé vel á annan milljarð króna. En nú þegar stjórnendur fyrirtækisins telja það ótækt að taka frekari þátt í skimuninni í Keflavík, vegna þess að hefðbundinn rekstur ÍE hefur setið á hakanum mánuðum saman, er það frekja og eigingirni? Sökin liggur bara hjá stjórnvöldum að vera ekki löngu búin að gera þjónustusamning við ÍE.“

Að lokum segir Þórður að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar sýni fram á einkaaðilar séu tilbúnir að takast á við erfiðar aðstæður og að ákvörðun fyrirtækisins gæti reynst góð reynsla fyrir stjórnvöld.

„Einnig hefur verið nefnt að brotthvarf ÍE frá Keflavík sýni að ótækt sé að einkaaðilar eigi aðild að rekstri heilbrigðismála. Rangt. Aðkoma ÍE sýnir að einkaaðilar eru betur í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem þessum. Það þarf ekki að líta á annað en tölfræði skimana, þar sem kemur í ljós að ÍE tók og greindi margfalt fleiri sýni en veirufræðideild Landspítalans. Er það þó ekki sagt til að kasta rýrð á heilbrigðisstarfsfólk á vegum hins opinbera, sem gerir auðvitað alltaf sitt besta eftir því sem mannafli og vinnuaðstæður bjóða upp á.

Raunar má segja að ákvörðun ÍE, að hætta skimun í Keflavík, sé holl lexía fyrir stjórnvöld. Nú þarf að bregðast hratt við og þá duga engir starfshópar, verkefnastjórar eða stýrinefndir til. Þaðan af síður vettlingatök.

Og svo því sé til haga haldið, þá er alveg öruggt að þegar saga kórónaveirufaraldursins á Íslandi verður skrifuð, mun þáttur Kára Stefánssonar og Íslenskrar erfðagreiningar reynast ómetanlegur – jafnvel fordæmalaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldur logar á Siglufirði

Eldur logar á Siglufirði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Haraldur vonlítill um að hægt sé að snúa þróuninni við – „Margir telja að nú sé að draga úr straumnum“

Haraldur vonlítill um að hægt sé að snúa þróuninni við – „Margir telja að nú sé að draga úr straumnum“
Fréttir
Í gær

Náði ekki að klára áfanga við Háskóla Íslands og missti þannig réttinn til fæðingarstyrks námsmanna

Náði ekki að klára áfanga við Háskóla Íslands og missti þannig réttinn til fæðingarstyrks námsmanna
Fréttir
Í gær

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif
Fréttir
Í gær

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu