fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Mikael og Hjörvar ósammála um atvikið: ,,Reyndari en það að fara lemja menn viljandi“

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 17:00

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var heit umræða í boði í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag þar sem þrír sérfræðingar fóru yfir málin.

Hjörvar Hafliðason, Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson fóru yfir leik KR og Víkings R. um helgina sem lauk með 2-0 sigri KR.

Þrír leikmenn Víkings fengu rautt spjald og þar á meðal fyrrum landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen.

Pablo Punyed ýtti í bakið á Sölva sem fór með hendina í andlit leikmanns KR í kjölfarið og uppskar rautt spjald.

Hjörvar telur að Sölvi hafi ekki slegið til leikmannsins viljandi en Mikael er hins vegar á öðru máli og vill meina að Sölvi hafi vitað hvað hann væri að gera.

,,Það er bara ýtt í bakið á honum. Ef Stjáni myndi kasta þér yfir borðið beint í andlitið á mér þá skallaðir þú mig ekki,“ sagði Hjörvar.

,,Af hverju ætti Sölvi að vilja setja olnbogann í einhvern gutta? Hann veit ekki einu sinni hver hann er.“

Mikael svaraði í kjölfarið og er alveg viss í sínu máli að Sölvi hafi vitað hvað hann væri að gera í hita leiksins.

,,Ef Stjáni myndi ýta aðeins við mig þá myndi olnboginn ekki fara af fullum krafti í andlitið á þér.“

,,Þetta var rautt spjald. Það var eitthvað ýtt í hann en þú sérð hvernig hann fer með olnbogann í hann.“

,,Ég man ekki eftir að hafa sett hendurnar í andlitið á neinum þótt mér hafi verið ýtt. Þú ræður víst við hendurnar á þér, horfðu á þetta aftur, þetta var rautt spjald.“

Kristján var sammála Mikael og vill meina að spjaldið hafi ekki verið verðskuldað.

,,Mér finnst þetta ekki vera rautt. Þetta er bara slys. Sölvi er reyndari en það að hann fari að lemja menn viljandi þegar dómarinn stendur meter frá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn