fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Reynt að ljúka kjarasamningum kennara áður en næsta skólaár hefst

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmt ár er síðan kjarasamningar leik- og grunnskólakennara runnu úr gildi. Nú er fundað daglega til að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu svo skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti í haust.  Kjarasamningar Skólastjórafélagsins og Félags stjórnenda leikskóla hafa verið lausir í ellefu mánuði og er fundað nær daglega um nýja samninga.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Í samtali við blaðið sagði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, að fundað sé nær daglega til að reyna að ná saman áður en næsta skólaár hefst til að tryggja að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti. Hún sagðist bjartsýn á að viðræðurnar skili árangri.

„Það er engin ástæða til að vera svartsýn nú frekar en áður. Við vitum að það er mikil ábyrgð á okkar herðum og þess vegna vinnum við að því að funda þótt það sé hásumar.“

Er haft eftir henni. Hún sagði einnig að allir hafi keppst af því að nýr kjarasamningur tæki við af þeim fyrri þegar hann rynni út en það hafi ekki tekist. Oft líða fleiri mánuðir og jafnvel ár frá því að kjarasamningar opinberra starfsmanna renna út þar til samningar takast um nýjan samning. Haft er eftir Þorgerði að þetta sé ástand sem allir stefni að því að breyta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð