fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er einhver sem á þennan kött? Hann drap kanínu 6 ára sonar míns í síðustu viku og situr svo um í garðinn alla daga því við erum með aðra kanínu. Hann bíður eftir að henni verði hleypt út svo hann geti náð henni líka.“

Svona hefst færsla konu í Facebook-hóp í Kópavogi. Líkt og fram kemur þar lenti hún í afskaplega leiðinlegu atviki í seinustu viku, þegar að eitt gæludýr fjölskyldunnar var drepið af ketti fyrir framan 6 ára son þeirra.

„Við leyfðum kanínunum að leika í lokuðum bakgarðinum okkar hér í Bæjartúninu þegar við erum heima en það er ekki hægt lengur út af þessum ketti. Við hleyptum hinni kanínunni út í garðinn í dag og kötturinn  var kominn um leið og elti hana þar sem við náðum að fæla hann í burtu. Svo mígur hann og skítur um garðinn til að merkja.“

„Við þurfum að losna undan þessum ketti.“ Segir konan sem er ósátt með að köttur hafi yfirtekið garðinn hennar.

Eigandi kattarins svaraði færslu konunnar og sagði að atvikið væri leiðinlegt, því miður væri svona í eðli katta.

„Við höfum átt hann í 5 ár. Leiðinlegt að heyra þetta með kanínuna ykkar. Því miður er það eðli katta að eltast við smádýr enda settum við stóra bjöllu á hann. Hann hefur aldrei verið til vandræða en greinilega kominn með augastað á kanínunum ykkar. Vissara fyrir ykkur að hafa þær í búri, hann missir vonandi áhugann á þeim fljótlega.“

Kattareigandinn var þá ósátt með hvernig talað væri um köttinn, þar sem að hann hafi verið í hverfinu frá fæðingu.

„Óþarfi að vera með skítkast í garð Snúðs „losna undan þessum ketti“? Þetta hverfi hefur verið heimili hans síðan hann fæddist. Ljótt að tala svona,“

Konan svaraði kattareigandanum. Hún spurði konuna hvort að hún héldi að allir nágrannar væru ánægðir með að kötturinn væri að „míga og skíta“ í garða og drepa gæludýr.

„Ha? Skítkast? Lastu það sem ég skrifaði? Kötturinn þinn drap kanínuna okkar fyrir framan okkur og 6 ára son okkar og situr um hina kanínuna og mígur og skítur í garðinn okkar. Þér finnst ég með skítkast að segjast þurfa að losna undan þessum ketti sem er búinn að hertaka garðinn okkar. Heldur þú að allir nágrannar þínir séu jafn ánægðir með að kötturinn þinn valsi um hverfið og mígi og skít í garðana þeirra og drepi gæludýrin þeirra, bara afþví að þetta er hans hverfi? Þetta er garðurinn minn og ég kæri mig ekki um hann í garðinum. Við erum ekki að fara að bíða eftir því að kettinum detti í hug að hætta að nenna að mæta í garðinn.“

Kattareigandinn svaraði:

„Kettir þvælast út um allt og skíta og míga alls staðar. Skil vel að þú sért reið en það er ekki við Snúð að sakast. Svona er kattareðlið, leiðinlegt að kanína sonar þíns skyldi verða fyrir þessu. Erfitt að halda kisum fyrir utan garða nema byggja þak yfir þá.“

Fleiri íbúar svöruðu færslunni sem hefur vakið mikla athygli. Einn einstaklingur hvatti konuna til að senda inn kvörtun vegna kattarins og vitnað i í samkomulag um kattahald í Kópavogsbæ. Þar kemur fram að heilbrigðiseftirlitið geti bannað ákveðnum einstaklingum að eiga kött. Kattareigandinn tók því persónulega og sagði þetta gæti verið túlkað sem ögrun.

„Það er alveg eins hægt að lýta á þetta sem ögrun við ketti í hverfinu, svo þegar að minn bregst við eins og búast má við af kisu verður allt vitlaust. Óheppilegt og sorglegt eru orðin sem koma upp í huga mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“