fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Fylltar kjúklingabringur og sætarkartöflur – „Má ég fá meira takk“

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 4. júlí 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Dögg Guðmundsdóttir matgæðingur DV og matarbloggari á Unabakstur.is hvetur lesendur til þess að bjóða góðu fólki í mat og bjóða upp á þessa dýrðlegu veislu.  Þessi góði réttur mun án ef kalla á „Má ég fá meira takk“ !

Fyrir 4

4 kjúklingabringur
Salt og pipar
Ólífuolía
30 g smjör
150 g brokkólí
½ appelsínugul paprika,
½ gul paprika,
½ rauð paprika,
10 sveppir
2 hvítlauksrif
Smábútur af fersku engiferi – sirka 1 cm
150 g hvítlauksrjómaostur með graslauk
½ dl rjómi

Byrjið á að setja ólífuolíu í eldfast mót og leggið kjúklingabringurnar ofan í mótið og kryddið með salti og pipar. Setjið í ofninn á 200 gráður í um 30 mínútur.
Útbúið fyllinguna, fínsaxið grænmetið, pressið hvítlauksrifin með hvítlaukspressu og rífið niður engiferbútinn á rifjárni. Steikið allt grænmetið á pönnu með smjöri.
Þegar grænmetið er aðeins farið að mýkjast er rjómaosturinn og rjóminn settur út á pönnuna, hafið lágan hita á hellunni og hrærið vel í blöndunni þar til osturinn hefur bráðnað.

Takið kjúklingabringurnar úr ofninum og leyfið þeim aðeins að kólna og jafna sig áður en þær eru skornar endilangt og fyllingin sett inn í. Gott er að loka bringunum svo með tannstönglum.
Bringurnar eru svo settar aftur inn í ofn í um 10-12 mínútur.

 

Sætar kartöflur með fersku rósmaríni

Sætar kartörglur – 3 stk
Ferskt rósmarín
Salt og pipar

Skerið sæta kartöflur í meðalþykkar sneiðar, setjið í eldfast mót með olíu og kryddið með salti og pipar.
Setjið í ofn við 200 gráður í um 30 mínútur, takið svo kartöflurnar úr
ofninum og leggið ferskar rósmaríngreinar yfir og leyfið að vera í um 10 mínútur í ofninum til viðbótar.
Mjög gott er að bera þetta fram saman, leggja kjúklingabringurnar ofan á kartöflurnar og um að gera að nota restina af fyllingunni sem meðlæti með.

 

Mynd: Una Guðmunds
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa