fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 13:55

Erlent verkafólk sem vinnur í ferðaþjónustu er oft háð vinnuveitanda vegna húsnæðis. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk sem er í húsnæði sem skaffað er af vinnuveitanda, getur verið í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í vinnustaðaheimsóknum fulltrúa stéttarfélagana dreifa eftirlitsfulltrúar upplýsingum um hvernig hægt er að hafa samband við stéttarfélagið. Í þeim tilfellum sem starfsmaður missir vinnu með litlum fyrirvara og húsnæði einnig, getur starfsfólk stéttarfélaga verið eini tengiliðurinn sem erlent starfsfólk hefur við stofnanir og heimamenn utan vinnustaðarins og leitar því til þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu.

Grátandi á götunni

Fulltrúi stéttarfélags á Suðurlandi segir í samtali við rannsakendur: „Það er bara nýlegt dæmi um að atvinnurekandi reki starfsmann út af veitingastað hérna nálægt og viðkomandi var hérna grátandi klukkan fjögur á föstudegi við lokun hjá okkur.“

Starfsmaður þar sagðist hafa hringt „símtal eftir símtal þangað til að mér tókst að koma henni inn á Stígamótum. Þau höfðu reyndar ekkert með hana að gera en tóku við henni frekar en að hún væri á götunni.“

Hafa ekki lögsögu yfir íbúðarhúsnæði

Húsnæðismál voru áberandi þema í viðtölum við starfsmenn stéttarfélaga. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ráða til sín erlent starfsfólk í vinnu hafa í mörgum tilfellum einnig skaffað húsnæði fyrir það. Átti þetta ekki bara við svæði þar sem skortur var á húsnæði heldur virtist þetta vera venjan frekar en ekki, alla vega til að byrja með í upphafi ráðningarsambands.

Fjölbreytt mál varðandi húsnæði erlendra félagsmanna hafa verið til skoðunar og þau sem sinna vinnustaðaheimsóknum hafa séð sitthvað í sínum heimsóknum. Erfitt hefur verið fyrir stéttarfélögin að takast á við mál sem berast á borð þeirra varðandi húsnæði félagsmanna. Félögin hafa enga lögsögu yfir íbúðarhúsnæði þeirra og geta lítið gert annað en að senda ábendingu til heilbrigðiseftirlits á svæðinu.

Sagt að sofa á stofugólfinu

Í viðtölunum komu fram fjölþættar áhyggjur vegna aðstæðna þeirra sem voru háðir vinnuveitendum um húsnæði. Viðmælendur komu með dæmi um þrengsli, margir starfsmenn voru látnir búa saman í litlu rými. Leiguupphæð var yfir markaðsverði á svæðinu og ýmislegt athugunarvert við ástand húsnæðis. Einnig voru dæmi um að leigu og launum væri skeytt saman á vafasaman hátt, sem var þyrnir í augum verkalýðsfélaganna.

Hér lýsir fulltrúi verkalýðsfélags á vinsælu ferðamannasvæði á Norðurlandi því húsnæði sem tveimur félagsmönnum var boðið af hálfu vinnuveitanda: „Það kom hér par til okkar sem sögðu að þau væru sjö í íbúð þar sem væru tvö svefnherbergi og þeim bara sagt að leggja sig á gólfið í stofunni. Endaði á því að til að eiga smá prívat að þau tjalda í stofunni.“

Tvöföld leiguupphæð

Bent var á að í einhverjum tilfellum vilja eða þora þau sem þiggja húsnæði af vinnuveitanda, ekki að gera athugasemdir varðandi aðbúnað eða upphæð leigu. Tekið var dæmi um háa leigu fyrir einbýlishús á Norðurlandi þar sem: „væri búið að reikna út að það væru yfir 400.000 krónur sem eigandinn hefði út úr húsinu. En venjulega hefði verið hægt að leigja þetta hér, á 150-200 þúsund.“

Telja stéttarfélög vera mafíusamtök

Rauður þráður í viðtölum við starfsfólk stéttarfélaga var að erlent starfsfólk í ferðaþjónustu væri hrætt við að sækja kröfur um leiðréttingu á launum á meðan það væri í vinnu á viðkomandi stað. Þau „þora ekki“ eða eru „hrædd við“ að fá aðstoð hjá stéttarfélögunum, vegna ótta um að missa starfið eða vegna vantrausts á stéttarfélögum. Byggir það vantraust oftast á orðspori stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Var ýmist talað um þau sem „mafíu samtök“ eða að vinnuveitendur hefðu stéttarfélög „í vasanum“.

Höfundar skýrslunnar eru Íris H. Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála, og Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands.

Skýrsluna í held sinni má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim