fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Guðni Th. um #metoo byltinguna: „Við verðum að hlusta og gera betur“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 14. desember 2017 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum. Hingað og ekki lengra heyrist um heim allan,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í ávarpi sínu þegar Alþingi var sett fyrr í dag. Vísaði Guðni þar í #metoo byltinguna svokölluðu sem tröllriðið hefur samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og leitt til þess að þúsundir íslenskra kvenna hafa stigið fram og tjáð sig um reynslu sína af kynferðisáreitni, valdamisbeitingu og ofbeldi.

„Skömmu fyrir þingsetningu fordæmdu nýkjörnir alþingismenn kynferðislega áreitni og ofbeldi. Hvar vetna heyrast sömu raddir,“ sagði Guðni og bætti við að boðskapurinn sé einfaldur og skýr: hingað og ekki lengra.

„Yfirgangur verður ekki lengur liðinn, við verðum að hlusta og gera betur, við sem búum saman í þessu samfélagi.
Málstaðurinn er það sterkur, þörfin það brýn.

Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi, víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi, samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí