fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Bakarí Kristínar Báru brann til kaldra kola

Auður Ösp
Mánudaginn 29. júní 2020 22:22

Ljósmynd/Huy Bunleng News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við viljum rísa aftur og láta gott af okkur leiða,“ segir Kristín Bára Haraldsdóttir sem búsett hefur verið í Kambódíu undanfarin misseri þar sem hún rekur bakarí og heldur úti öflugu starfi í þágu samfélagsins. Húsnæði bakarísins brann til kaldra kola þann 11.júní síðastliðinn. Á vef Gofundme hefur verið hrundið af stað söfnun til að endureisa starfsemina.

Kristín Bára og unnusti hennar Adrian Cowen fluttust til Kambódíu árið 2016 og eru í dag búsett í Sihanoukville í suðurhluta landsins. Þar reka þau bakaríið Bake & Bake ásamt heimamönnum en stór hluti starfseminnar felst í góðgerðarstarfi í þágu samfélagsins. Þrír bakarar hafa hingað til verið fastráðnir en bakaríið framleiðir smákökur sem seldar eru í verslunum, gistihúsum og hótelum víða um landið. Þá hafa fjölmargir sjálfboðaliðar séð um að koma bakkelsinu til skóla þar sem ungir nemendur búa við sárafátækt.  Parið hefur unnið að því að koma á fót sjálfbæru óhagnaðardrifnu félagi sem síðan gefur framleiðsluna til fátækra barna, í skóla og á munaðarleysingjahæli. Þau vinna nú að verkefni sem felst í að útbúa vítamín- og próteinstykki fyrir bágstödd börn á svæðinu.

Fréttamiðlar í Kambódíu greindu frá brunanum fyrr í mánuðinum en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Húsnæðið er nú gjöreyðilagt en Kristín Bára segir engan skaða hafa orðið á fólki.

Húsnæði Bake & Bake er rústir einar. Ljósmynd/Gofundme.

„Við höfum alltaf verið mjög virk í góðgerðarmálum og þessi tragedía hefur stoppað okkur í að hjálpa öðrum. Við vitum að það eru erfiðir tímar hjá flestum en ástandið hér er 100 prósent verra þar sem fjölda uppsagnir gera það að verkum að fjölmargir hafa ekki efni á að fæða börnin þín. Þörfin er brýn,“ segir Kristín Bára í samtali við DV.

Með söfnuninni á vef Gofundme vonast þau til að hægt verði að endureisa starfsemina og ráða starfsfólkið til baka en líkt og Kristín Bára bendir á hefur bakaríið skapað störf fyrir fjölmargar fjölskyldur á svæðinu undanfarin misseri. Þá hafa þau hýst yfir 200 sjálfboðaliða á vegum Workaway og veitt þeim starfsþjálfun. Sjálfboðaliðarnir hafa séð um að koma bakkelsinu til fátækra fjölskyldna í Otres Village og í skólann á svæðinu.

Hér má lesa nánar um söfnunina og leggja starfseminni lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“