fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hugsanlegt að þessi hraða aflétting komi í bakið á okkur – óboðlegt að ásaka einstaklinga

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 29. júní 2020 15:06

Þríeykið. Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir brýnir fyrir almenningi að huga að smitvörnum. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög, mjög mikið á. Það er ekki gott og er áhyggjuefni,“ sagði hann á blaðamannafundi almannavarna í dag.  Almenningur þurfi að taka sig á í þessum efnum, annars sé hugsanlegt að þessi hraða aflétting á samkomubanni hér á landi komi í bakið á okkur.

Hópsýking kom upp um helgina og ljóst er að þau smit sem eru að dreifa sér hér á landi má rekja til ungrar knattspyrnukonu sem kom frá Bandaríkjunum og var talin ósmituð eftir skimun á Keflavíkurflugvelli  greindist nokkru síðar með virkt smit.

Hvetur til nærgætinnar umræðu um einstaklinga

Alma Möller landlæknir hvatti á fundinum til nærgætinnar umræðu um þá sem smitast og þá sem verða fyrir því að smita aðra.

Nafn ungu knattspyrnukonunnar var birt opinberlega ásamt mynd af henni þar sem greint var frá því að hún væri smituð. Vísaði Alma að öllum líkindum til þessa þegar hún sagði: „Nú liðna daga hafa einstaklingar verið nafngreindir. Fyrir utan að vera ótækt, vegna persónuverndarsjónarmiða, þá skapaði þetta aukið álag á smitrakningarteymið.“ Sagði hún umræðu um smitaða einstalinga ekki áður verið með þessu hætti og væri þetta á engan hátt við hæfi.

Þá sagði Þórólfur mikilvægt að taka fram að unga konan hafi farið eftir öllum reglum og því ekkert sem gefi tilefni til að ásaka hana um að bera ábyrgð á smitunum.  Þrátt fyrir þessar hörðu ásakanir hafði konan einnig fundið fyrir miklum stuðning og vildi láta færa því fólki þakkir sínar.

Samkomutakmarkanir óbreyttar að sinni

Samkomutakmarkanir miðast nú við 500 manns, og næsta skref hefði verið að hækka þann fjölda upp í 2000 en einhver bið verður á því og ekki fyrirséð hvenær það verður í ljósi þeirra hópsýkingar sem komin er upp. Þá segist Þórólfur ekki geta mælt með því að skemmtistaðir séu með opið lengur og að áfram verði hér 2000 manna hámark á fjölda ferðamanna.

„Vonandi þurfum við ekki að herða samkomutakmarkanir og stíga skref til baka en það verður að koma í ljós. Það yrði áfall að þurfa að herða takmarkanir enn frekar eftir allar þær fórnir sem við höfum fært á undanförnum mánuðum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast