fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 05:45

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í skólpsýni sem var tekið í Barcelona í mars á síðasta ári. Aðeins er um eitt sýni að ræða og segja vísindamennirnir að frekari rannsókna á fleiri sýnum sé þörf til að staðfesta niðurstöðu þeirra.

Ef þetta er rétt þá þýðir það að veiran var til staðar á Spáni níu mánuðum áður en hún greindist fyrst í Kína. Sky skýrir frá þessu. Haft er eftir Joan Ramon Villalbi, hjá spænskum heilbrigðisyfirvöldum, að þar sem aðeins sé um eina niðurstöðu að ræða þurfi frekari rannsóknir á fleiri sýnum til að staðfesta niðurstöðuna og ganga úr skugga um að mistök hafi ekki verið gerð við rannsóknina.

Hugsanlega er niðurstaðan röng þar sem veiran er svo lík öðrum öndunarfærasýkingum en Villalbi sagði að niðurstaðan væri samt sem áður „örugglega áhugaverð“.

Rannsóknin hefur verið send í ritrýningu. Það voru vísindamenn við Barcelona háskóla sem unnu að henni en þeir hafa rannsakað skólpsýni síðan um miðjan apríl.

„Magn SARS-CoV-2 var lítið en jákvætt.“

Er haft eftir Albert Bosch, sem stýrði rannsókninni.

Áður hafði verið staðfest að veiran var í Barcelona þann 15. janúar á þessu ári, 41 degi áður en fyrsta tilfellið var staðfest opinberlega. Bosch segir að fyrstu sjúklingarnir hafi líklega fengið ranga sjúkdómsgreiningu, hafi verið greindir með kvef. Ef veiran hefði uppgötvast fyrr hefði það bætt viðbrögðin við heimsfaraldrinum.

Skólpsýni, sem voru tekin á Ítalíu, benda til að veiran hafi verið komin þangað í desember á síðasta ári og það sama er talið eiga við um Frakkland.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn