fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Guðni hlakkar til frekari starfa á Bessastöðum – „Ég var miklu stressaðari 2016“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. júní 2020 23:59

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson virðist stefna í frekari setu á Bessastöðum. En miðað við fyrstu tölur hefur fengið yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í öllum kjördæmum. Guðni talaði stuttlega við blaðamann DV. Hann lýsti yfir einlægu þakklæti sínu í garð þjóðarinnar.

„Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Það er mér mikils virði að finna þann stuðning sem ég nýt í þessum kosningum. Hann gefur sterklega til kynna að Íslendingar kunni að meta mín verk á forsetastóli, síðastliðin fjögur ár. “

Guðni sagði að þjóðin treysti á hann á að takast á við frekari verkefni á Bessastöðum. Þá sagðist hann sjálfur hlakka til frekari verkefna í forsetastól.

„Þjóðin virðist treysta mér til að gegna þessu embætti fjögur ár til viðbótar. Ég er fullur auðmýktar, þakklætis og tilhlökkunar að takast á við þau miklu verkefni og drjúgu ábyrgð sem fylgja því að gegna embætti forseta Íslands.“

Guðni sagðist ekki finna fyrir miklu stressi, það hefði verið talsvert meira árið 2016, þegar hann bauð sig fyrst fram.

„Ég var miklu stressaðari 2016. Stress er mér ekki ofarlega í huga núna. Það liggur í hlutarins eðli.“

Þegar að þessi frétt er skrifuð þá er Guðni með 91% atkvæða gegn 9% Guðmundar Franklíns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“