fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. júní 2020 10:23

Seija og eiginmaður hennar Patrick.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2014 drakk Seija Nelson tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín. Hún byrjaði alltaf daginn á „allavega tveimur eða þremur drykkjum.“

Þegar eiginmaður Seija Nelson sýndi henni tvo fulla ruslapoka af tómum áfengisflöskum vissi hún að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún sneri við blaðinu og fór í meðferð og hefur verið edrú í fimm ár í dag. Seija segir Fabulous Digital sögu sína.

Seija átti erfitt með að stjórna drykkju sinni.

Seija átti alltaf erfitt með að stjórna drykkjunni. „Ég gat aldrei fengið mér bara einn drykk. Ég vaknaði oft um miðja nætur án þess að vita hvenær ég hafði misst meðvitund,“ segir hún.

En Seija missti endanlega tökin á drykkju sinni fyrir sex árum þegar fjölskyldan flutti frá Illinois til Colarado.

„Við þekktum engan í Colarado og ég bar ekki ábyrgð á neinum nema mér sjálfri og börnunum mínum. Þegar við fluttum hingað gátu tvö elstu börnin gengið sjálf í skólann. Þannig það var eiginlega bara ég og fjögurra ára barnið mitt,“ segir hún.

„Ég drakk yfir daginn og hélt að börnin vissu ekkert. Svo kom eiginmaður minn heim um átta leytið og ég var áfengisdauð á sófanum.“

En elsti sonur Seija vissi hvað væri í gangi. Hann var tólf ára á þeim tíma. „Þau áttu mun betur skilið. Ég á líka skilið að vera þessa sterka edrú mamma sem ég er í dag,“ segir hún.

Seija ásamt börnum sínum þremur.

Seija sneri við blaðinu eftir að Patrick stóð andspænis henni með tvo fulla ruslapoka af tómum áfengisflöskum og hótaði henni skilnaði.

„Hann sagði mér að ég þyrfti að leita mér hjálpar eða hann myndi skilja við mig og taka börnin. Á þessu augnabliki vissi ég að ég þyrfti að gera eitthvað,“ segir hún.

Hamingjusöm og heilbrigð í dag.

Seija fór í meðferð árið 2015, en hjónin skildu árið 2016. Þau giftust aftur árið 2019 eftir að hafa unnið í sínum málum.

Í dag hefur Seija verið edrú í fimm ár og er þakklát fyrir líf sitt í dag. Hún hvetur fólk sem glímir við áfengisvanda að gefast ekki upp.

„Allar klisjurnar eru sannar. Taktu einn dag í einu. Láttu næstu ákvörðun sem þú tekur vera rétta ákvörðun,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum