fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Óhugnanlegur fundur í bílskúr svarts akstursíþróttamanns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 05:11

Bubba Wallace. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski akstursíþróttamaðurinn Bubba Wallace varð fyrir óþægilegri upplifun síðdegis á sunnudaginn. Þá fannst hengingaról í bílskúr hans í Talladega. Wallace er svartur og því er talið að hengingarólin sé einhverskonar hótun í hans garð vegna litarháttar hans. Hengingarólar hafa stundum verið notað til að reyna að hræða litað fólk en áður fyrr tíðkaðist að svart fólk var hengt án dóms og laga af kynþáttahöturum.

Wallace keppir í Nascar og þar á bæ er málið tekið mjög alvarlega og lítur Nascar á málið sem tákn um kynþáttahatur.

Í tilkynningu frá Nascar segir að rannsókn sé hafin á málinu og að allt verði gert sem hægt er til að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á þessu.

Wallace hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu í Bandaríkjunum í baráttunni gegn kynþáttahatri og hefur nýtt sér stöðu sína sem þekktur einstaklingur til að koma boðskap sínum á framfæri.

Hann hefur sjálfur tjáð sig um málið á Twitter og fordæmt það.

„Atburður dagsins fyllir mig sorg og þetta er sársaukafull áminning um hversu langt við sem samfélag eigum í land í baráttunni gegn kynþáttahatri.“

Alríkislögreglan FBI skýrði frá því í dag að ekki væri um kynþáttahatur að ræða. Snaran hafi verið mjög lengi í bílskúrnum og hafi ekki verið sett þar í tengslum við notkun Wallace á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks