fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Árni ætlar í forsetaframboð: Mun leita liðsinnis páfans

Ætlar að sitja tvö kjörtímabil verði hann kjörinn – Mun leggja áherslu á að eyða hatri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. janúar 2016 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Björn Guðjónsson, fyrrum oddviti framboðs Kristilegrar stjórnmálahreyfingar, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í næstu forsetakosningum.

Árni mun leita til páfans verði hann kjörinn forseti Íslands.
Frans páfi. Árni mun leita til páfans verði hann kjörinn forseti Íslands.

Mynd: EPA

Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir fréttatilkynningu frá Árna Birni þar sem hann segist ætla að sitja í tvö kjörtímabil, verði hann kjörinn til embættis.

Árni er 76 ára gamall og var áður oddviti framboðs Kristilegrar stjórnmálahreyfingar. En flokkur bauð fram í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi í Alþingiskosningunum árið 1995. Flokkurinn fékk þá 0,2 prósent atkvæða eða alls 316 atkvæði.

Árni segir að verði hann kjörinn forseti Íslands muni hann leggja aðaláherslu á að eyða hatri á Íslandi og um allan heim. Hann segist ætla að leita liðsinnis páfans í Róm til að ná því markmiði.

Þess má geta að Ástþór Magnússon og Þorgrímur Þráinsson hafa einnig boðað framboð sitt til forseta Íslands.

Sjá einnig: Ástþór býður sig fram til forseta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”