fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Hildur boðar forsetaframboð

Hildur Þórðardóttir ætlar að bjóða sig fram í sumar – „Einkunnarorð mín eru samvinna, skilningur, kærleikur, samkennd og auðmýkt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. janúar 2016 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Þórðardóttir, rithöfundur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í næstu forsetakosningum. Frá þessu greindi Hildur á Facebook-síðu sinni fyrir skemmstu.

„Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Íslands, er til stuðnings framboðinu og vitundarvakning fyrir almenning um hvað við erum að fara í gegnum sem þjóð.“

Hildur segir að íslenska þjóðin sé að fara í gegnum mikið breytingatímabil þessa áratugina og margt muni óhjákvæmilega breytast. Hún segir að það sé margt sem Íslendingar geti þó áorkað með réttri stefnu.

_ „Við viljum betra samfélag, jöfnuð, gagnsæi, réttlæti, náttúruvernd, samvinnu og meira vald til fólksins. Ég stend fyrir endurskoðun stjórnkerfisins, fleiri þjóðfundi og þjóðaratkvæðagreiðslur, aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds, í stað þingræðis verði þjóðstjórn eða fagráðherrar, ráðherrar sitji ekki á þingi og að þingmenn vinni saman að heill lands og þjóðar. Ég stend fyrir endurskoðun heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og hvar sem við teljum þörf á endurbótum.“_

Hildur segir að forsetinn sé í hennar huga sameiningartákn þjóðarinnar og andlegur leiðtogi. Auk þess sem hann sé öryggisventill gagnvart Alþingi, landsmóðir, fulltrúi landsins út á við og fyrirmynd landsmanna.

„Einkunnarorð mín eru samvinna, skilningur, kærleikur, samkennd og auðmýkt.“

Nokkrir hafa þegar boðað framboð sitt til forseta Íslands í kosningunum sem verða í sumar. Fyrr í dag tilkynnti Árni Björn Guðjónsson framboð sitt og fyrir hafa þeir Ástþór Magnússon og Þorgrímur Þráinsson tilkynnt um framboð.

Sjá einnig: Árni ætlar í forsetaframboð: Mun leita liðsinnis páfans

Hér má lesa færslu Hildar í heild sinni.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Kæru vinir Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Í…

Posted by Hildur Þórðardóttir Thordardottir on 3. janúar 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Í gær

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug