fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Logi: „Ég taldi Snorra ekki hæfan í barnakennslu“

Snorri Óskarsson sakar formann Samfylkingarinnar um að hafa átt þátt í ólöglegum brottrekstri hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. nóvember 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Óskarsson, heittrúaður maður sem oft er kenndur við trúarsöfnuðinn Betel úr Vestmannaeyjum, sakar Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar og fyrrverandi bæjarfulltrúa flokksins á Akureyri, um að eiga þátt í ólögmætri uppsögn Snorra sem kennara við grunnskóla á Akureyri árið 2012. Tilefni uppsagnarinnar var bloggfærsla sem Snorri skrifaði um samkynhneigð, þar sem hann bar fyrir sig biblíutextum til að rökstyðja þá skoðun sína að samkynhneigð væri synd og laun syndarinnar væru dauði.

Pistillinn vakti töluverða hneykslun en uppsögn Snorra úr starfi var dæmd ólögmæt bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti þar sem pistilskrifin tengdust ekki starfi Snorra í kennslustofunni.

Fyrir skömmu voru Snorra dæmdar 6,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir uppsögnina. Sjá frétt DV um málið.

„Auðvitað er Logi gerandi í málinu!“

Snorri birtir stutta stöðufærslu á Facebook þar sem hann hengir við fundargerð frá bæjarstjórn Akureyrar frá því er mál hans bar á góma þar. Snorri skrifar: „Bæði í útvarpi og athugasemd frá eiginkonu Loga neita þau aðkomu hans að mínu màli. Þessi fundargerð afhjúpar leyndina og auðvitað staðfestir lygar Loga. Auðvitað er hann gerandi í málinu!

Lesið og hlustið ef þið viljið!”
Í fundargerðinni stendur orðrétt eftirfarandi bókun um málið:

„Hatursáróður

„Að ósk Loga Más Einarssonar S-lista voru tekin til umræðu ummæli á opinberum vettvangi um samkynhneigð og viðbrögð við þeim ummælum.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögmaður Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.”

Logi Már Einarsson lagði fram bókun sem var færð í trúnaðarbók.

Logi skrifar eftirfarandi undir stöðufærslu Snorra:

Mér er það ljúft og skylt að staðfesta það að ég taldi Snorra ekki hæfan í barnakennslu.
Hér er færslan mín inni á hans færslu:

Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að mín skoðun var sú að Snorri ætti ekki að koma nálægt kennslu barna á skólaskyldualdri.

Hún byggðist ekki bara á bloggfærslum Snorra heldur nokkrum símtölum frá gömlum nemendum og aðstandendum.

Það breytir því ekki að sem fulltrúi minnihluta í skólanefnd og utan bæjarstjórnar hafði ég að sjálfsögðu enga aðkomu að áminningu og uppsögn mannsins.

Það er kannski fróðlegt fyrir einhverja hér sem ekki vita, fyrst verið er að blanda stefnu Samfylkingarinnar í málið. Þáverandi fræðslustjóri, er nú oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna