fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Snorri fær rúmar sex milljónir í bætur

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Óskarsson, kenndur við Betal, fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ. Þetta er samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra sem féll í gær. Snorri greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Snorra var sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla í Akureyrarbæ sumarið 2012 eftir að hafa verið vikið tímabundið frá störfum í byrjun árs 2012.

Ástæður uppsagnarinnar voru ummæli Snorra um samkynhneigð, en hann skrifaði bloggpistla sem Akureyrarbær taldi ekki samrýmast starfi kennarans. Hann sagði meðal annars að samkynhneigð væri synd og að laun syndarinnar væru dauði, að hjónaband væri aðeins á milli karls og konu og sagði að kynleiðrétting væri afbökun.

Snorri var áminntur af skólastjóra Brekkuskóla þann 13. febrúar árið 2012, en samkvæmt dómi héraðsdóms er sú áminning felld úr gildi.

Snorri fór fram á 13,7 milljónir króna í miskabætur vegna uppsagnarinnar og vangoldinna launa en niðurstaðan var sem fyrr segir 6,5 milljónir króna auk vaxta.

„Það er eðlilegt að ég leiti réttar míns. Margsinnis hefur verið dæmt um að uppsögn mín var ólögmæt. Krafan mín nú hljóðar upp á um 13,7 milljónir króna fyrir tapaða vinnu. Síðan ef ég fæ ekki vinnu þá mun ég krefjast launa til sjötugs,“ sagði Snorri í Frettablaðinu í apríl á þessu ári.

Í samtali við DV í apríl síðastliðnum sagði Snorri að Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefði komið að brottvikningu sinni á sínum tíma en Logi harðneitaði því. Eiginkona Loga var verjandi Akureyrarbæjar í málinu.

Í samtali við DV sagði Snorri Loga hafa skrifað gegn sér í Akureyri vikublað og að það sé greinilegt að hann hafi komið að brottvikningunni.

„Ég veit ekki hvort hann var aðalgerandinn í málinu, en einhver áhrif hlýtur hann að hafa haft,“ sagði Snorri. „Hann má auðvitað hafa sínar skoðanir en hann er greinilega hluti af stjórnarapparatinu.“
Logi þvertók fyrir þessi ummæli, en að því er fram kom á Vísi sagði hann ásakanirnar fásinnu og sagðist enga ábyrgð bera á uppsögn Snorra.

Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag, þar sem Snorri greinir frá niðurstöðunni, segist hann hafa fengið tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær hafi verið tilbúinn að greiða.

Í niðurstöðu dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra segir:

„Uppsögn stefnanda var ólögmæt og með henni bakaði stefndi sér skaðabótaskyldu gagnvart honum. Við mat á fjárhæð bóta verður að horfa til aldurs stefnanda en hann var orðinn sextugur að aldri þegar hann missti starf sitt. Menntun hans og starfsreynsla til nær fjörutíu ára voru á því sviði. Stefndi var til mikilla muna stærsti atvinnuveitandinn á því sviði í þeim landshluta er stefnandi á heima í. Var því augljóslega þröngt fyrir við atvinnuleit stefnanda á því sviði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis