fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Bjarni kallaður á teppið -„Völd Sjálfstæðisflokksins eru ekkert náttúrulögmál“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 10:23

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í gær að hann hefði farið fram á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kæmi fyrir Stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd til að útskýra afskipti ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar, hagfræðiprófessors sem ritstjóra norræns fræðitímarits.

Kjarninn greindi fyrst frá málinu, en Þorvaldur taldi sig hafa hlotið starfið. Embættismaður fjármálaráðuneytisins gat hins vegar ekki mælt með honum þar sem hann þætti of pólitískur, en sú skoðun var byggð á röngum upplýsingum á Wikipedia síðu um Þorvald, þar sem hann var enn sagður formaður Lýðræðisvaktarinnar, þó svo Þorvaldur hefði hætt þeim afskiptum árið 2013.

 Sjá nánar: Þorvaldur fékk ekki starfið og krefst skaðabóta – „Hvernig þorirðu að taka þennan slag?“

 Ekki borið undir Bjarna

Samkvæmt svari frá fjármálaráðuneytinu til Kjarnans, eru engar reglur þar á bæ um hvort stjórnmálaþátttaka fræðimanna eigi að hafa áhrif á ráðningu þeirra í fræðistörf, virða beri akademískt frelsi þeirra.

Þá kemur einnig fram að málið hafi ekki verið borið undir Bjarna Benediktsson, né aðra starfsmenn á skrifstofu yfirstjórnar.

Þá var því ekki svarað hver bæri ábyrgð á ákvörðuninni, starfsmaður ráðuneytisins, eða einhver annar.

Ekki náttúrulögmál

Guðmundur skrifar stöðuuppfærslu um málið í dag einnig, þar sem hann blandar Samherjamálinu og völdum Sjálfstæðisflokksins saman við málið:

 „Fregnir af Samherjamáli – eða öllu heldur fréttaleysi af rannsókn þess máls – og svo fregnir af framgöngu Fjármálaráðuneytis við að hafa starf og æru af Þorvaldi Gylfasyni á norrænum vettvangi – þetta veldur almennri reiði og hneykslan – en líka vonleysi hjá sumum. Sumt fólk dæsir, hristir hausinn yfir því hvernig þetta sé alltaf hjá okkur, segir kannski eitthvað andskotans djöfulsins helvítis og heldur svo áfram eins og þessi meðferð valds sé eins og hver önnur rigning. En þetta þarf ekki að vera svona. Völd Sjálfstæðisflokksins eru ekkert náttúrulögmál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær