fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Eru dagar „Svarta-Péturs“ taldir? – Hollenski forsætisráðherrann skiptir um skoðun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. júní 2020 16:31

Konur í gervi Zwarte Piet. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur skipt um skoðun varðandi gamla hollenska hefð sem hefur lengi verið sögð bera merki kynþáttahyggju. En þrátt fyrir að hafa skipt um skoðun styður hann ekki bann við þessum sið.

Ástæðan fyrir skoðanaskiptum forsætisráðherrans eru hin miklu Black Live Matters mótmæli víða um heim og mál George Floyd sem var drepinn af lögreglumanni í Minneapolis í Bandaríkjunum. Mótmælin hafa borist til Hollands því mótmælt hefur verið í Amsterdam. CNN skýrir frá þessu.

„Svarti-Pétur“ eða „Zwarte Piet“ á hollensku gengur út á að í byrjun desember klæða börn og fullorðnir sig sem sem „Zwarte Piet“ þegar ævintýrapersónuninni og staðgengli jólasveinsins, Sinterklaas, er fagnað. Fólk málar andlit sitt svart, setur á sig hárkollu með krullum, rauðar varir og stóra eyrnalokka til að líkjast „Zwarte Piet“. Síðan er piparkökum deilt út til fólks.

Þessi hefð hefur lengi sætt gagnrýni fyrir að bera merki kynþáttahyggju en hefur fram að þessu haldið velli í Hollandi. En hugsanlega verða breytingar þar á nú.

Rutte sagði í síðustu viku að hann hafi skipt um skoðun varðandi hefðina en styðji samt sem áður ekki bann við henni. Hann sagðist þó telja að hún muni líða undir lok með tímanum samhliða breytingum á samfélagslegum viðmiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf