fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Mælir ekki með notkun á andlitsgrímum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 07:55

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, mælir ekki með notkun andlitsgríma þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hafi á föstudaginn breytt ráðleggingum sínum varðandi notkun á slíkum grímum til að verjast kórónuveirusmiti.

Þetta kom fram í viðtali RÚV við Þórólf sem sagði rök skorta fyrir ákvörðun WHO. Áður en WHO breytti um stefnu í þessu máli hafði stofnunin sagt grímurnar veita falskt öryggi og auk þess gengi á birgðir, sem heilbrigðisstarfsfólk þyrfti á að halda, ef almenningur notaði slíkra grímur.

„Mér finnst þetta vera skrýtnar tillögur miðað við það sem stofnunin lagði til þegar veiran var í vexti. Það eru engar nýjar röksemdir fyrir að þetta komi að gagni.“

Sagði Þórólfur í samtali við RÚV og benti á að einkennilegt sé að tala um slíka grímunotkun þegar faraldurinn sé í rénun.

Hann sagði einnig að notkun á andlitsgrímum geti leitt til þess að fólk gæti sín ekki eins vel á öðru fólki og að það sjáist vel að fólk sé stöðugt að káfa á grímunum. Grímunotkun geti því hugsanlega stuðlað að aukningu smita. Þess utan sé lítið um smit hér á landi núna og því mæli hann ekki með almennri notkun á andlitsgrímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“