fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

VG og Framsókn sögð deila um ráðuneyti

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 27. nóvember 2017 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er svo gott sem tilbúinn og verður ný ríkisstjórn að líkindum kynnt í lok vikunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að búist sé við því að formenn flokkanna; Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, muni hittast í dag á fundi og að honum loknum muni formenn flokkanna hitta stjórnarandstöðuna. Síðan verður fundað með þingflokkum.

Að því er Morgunblaðið greinir frá er ekki búið að ljúka við ráðherraskipan og ráðuneytaskipan. Katrín segir að ekki hafi rætt um hvort fjölga eigi ráðuneytum. Þá eru VG og Framsókn sögð deila um menntamálaráðuneytið og eru báðir flokkar sagðir gera tilkall til þess. Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um það við Morgunblaðið.

Fundurinn með stjórnarandstöðunni í dag mun meðal annars snúast um fjárlagagerðina og bendir Sigurður Ingi á að ljúka þurfi því máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar