fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Matur

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. júní 2020 11:57

Alicia og Bear. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Alicia Silverstone segist aldrei þurfa að skamma níu ára son sinn, Bear Blu Jarecki, og þakkar vegan-mataræðinu fyrir góða hegðun hans.

„Hann er svo orkumikill og ég hlæ oft og hugsa: „Ohh greyið vegan barnið mitt, hann er svo máttlaus“, því að hann er hoppandi út um allt og svo villtur,“ sagði Alicia á netviðburði SHE Media þann 20. maí síðastliðinn. Daily Mail greinir frá.

„En það er einhver ró innra með honum. Ég þarf ekki að öskra á hann eða skamma hann. Eina sem ég þarf að gera er að segja: „ó Bear, Nei takk“ og hann segir: „Ókei mamma.“ Við getum bara talað þannig því hann er ekki í klikkuðu skapi.“

Alicia hélt áfram og sagði: „Krakkar hegða sér illa þegar þeir borða óhollan mat. Þá líður þeim illa og hegða sér í samræmi við það. Alveg eins og við gerum. Það er gott fyrir alla að borða hollt. Þannig eigum við góð og heilbrigð samskipti og þar að auki höldum við hjartasjúkdómum, krabbameini, sykursýki og öllu þessum sjúkdómum í skefjum, sérstaklega á tímum kórónuveirunnar.“

Alicia hefur áður haldið því fram að hún hafi glímt við ýmis veikindi og kvilla, eins og astma og ofnæmi, áður en hún varð vegan. En hún segir að matarræðið hafi „læknað“ það allt. Hún segir matarræðið sömuleiðis halda burtu bólum og aukakílóum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum