fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

Neyðarkallinn í óvenjulegu og skemmtilegu ljósi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kallinn hefur fengið mikla athygli síðustu daga og nýtti daginn að mestu í að baða sig í sviðsljósinu.

Dagana 2. – 4. nóvember selur Slysavarnafélagið Landsbjörg Neyðarkallinn um allt land til styrktar sínu starfi. Neyðarkallinn 2017 er sá tólfti í röðinni og í þetta sinn er hann vélsleðakall.

Inga Eyþórsdóttir byrjaði árið 2014 að setja karlana í skemmtilegar aðstæður í myndaalbúmi á Facebooksíðu sinni sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta.

„Þetta var nú bara alveg óvart,“ segir Inga aðspurð um af hverju hún byrjaði á myndaseríunni. „Ég setti eina mynd í gríni bara á mitt Facebook, sem fékk einhverja til að hlæja og bætti svo bara við ef mér datt eitthvað í hug sem mér fannst fyndið. Stundum hafa komið margar myndir í röð og svo líða oft mánuðir á milli þeirra.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr myndaseríu Ingu, en fleiri myndir má finna hér.

Bleikt hvetur síðan alla sem tök hafa á til að kaupa Neyðarkallinn og styrkja með því Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Bakaði handa kallinum – enginn sykur, ekkert hveiti – hann verður að halda sér í formi!
Bauð kallinum í bíó – 3D og hvaðeina
Hér er kallinn með uppáhaldsljóðskáldinu sínu – plús í kladdann fyrir þá sem þekkja það.
Hvað sem verkefnið er þá er kallinn alltaf í eldlínunni.
Nýi kallinn kominn í hús og hefur það bara eins og blóm í eggi meðan veðrið er svona gott.
Nýi Kallinn flutti inn í gær. Ótrúlega ánægð með hvað sá gamli tekur honum vel. Alltaf að gera eitthvað saman! Til dæmis þegar ég kom heim í dag þá voru þeir að elda saman grátt silfur.
Kallinn í pottinum að hlusta á Sigga Hlö.
Eitthvað lítið að frétta af Kallinum – hann liggur bara í hýði.
Þessi skýrir sig sjálf er það ekki? Kallinn fór á skeljarnar.
Á þessum árstíma eru margir sem huga að áramótaheitum og fara af því tilefni í ákveðna naflaskoðun – kallinn er ekkert öðruvísi en aðrir þegar að því kemur.
Ekki liðinn sólarhringur en kallinn steinliggur fyrir dömunni nú þegar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.