fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 05:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski veirufræðingurinn Shi Zhengli, sem stýrir smitsjúkdómadeild veirufræðistofnunarinnar í Wuhan í Kína, segir að COVID-19 sé aðeins toppurinn á ísjakanum hvað varðar veirur. Hún hefur árum saman rannsakað veirur í villtum dýrum og er því oft kölluð leðurblökukonan.

Í samtali við kínversku sjónvarpsstöðina CCTN sagði hún að fleiri veirur séu þarna út, miklu fleiri.

„Þessi óþekkta veira, sem við höfum nú kynnst, er bara toppurinn á ísjakanum. Við viljum koma í veg fyrir að fleiri þurfi að þjást í næsta faraldri smitsjúkdóms. Af þeim sökum verðum við að læra meira um þessar óþekktu veirur sem eru í villtum dýrum.“

Sagði hún og bætti við:

„Við verðum að finna þær áður en þær finna okkur.“

Um leið hvatti hún Kína og aðrar þjóðir til að leggja allt í sölurnar til að afla meiri vitneskju um dularfullar veirur í villtum dýrum.

Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Kínverja um að bera ábyrgð á kórónuveirunni, sem nú herjar á heimsbyggðina, því faraldurinn hafi farið af stað þegar veiran barst í fólk frá rannsóknarstofu Shi Zhengli. Þessu vísa Kínverjar algjörlega á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma