fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Þjófur skrifaði skilaboð til starfsfólks eftir innbrot í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 16:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innbrotsþjófur skrifaði skilaboð til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) eftir að hafa brotist inn í bygginguna og stolið þaðan lyfjum. Í nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna málsins segir:

„Segir í frumskýrslu A, sem hann staðfesti fyrir dómi, að rætt hafi verið við Cvakthafandi hjúkrunarfræðing. Hún kvaðst hafa farið inn á bráðamóttöku kl. 07:30 eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Þar hafi hún séð á tölvuskjá eftirfarandi skilaboð: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Að sögn C hafi greinilega verið búið að róta í skúffum á bráðamóttökunni. Við nánari athugun kom í ljós að baðherbergisgluggi við röntgenstofu var opinn.“

Maður var ákærður vegna innbrotsins og var málið þingfest 13. febrúar á þessu ári og dómtekið þann 20. maí. Dómur féll í málinu í morgun og var umræddur maður sýknaður af ákæru um þetta innbrot vegna þess að ýmislegt hafi misfarist í rannsókn lögreglu á málinu. Meðákærður var hins vegar dæmdur fyrir hylmingu með því að hafa í vörslu sinni lyf frá HSS sem hurfu í innbrotinu. Meðákærði var líka dæmdur fyrir önnur brot, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot, og var dæmdur til 500.000 króna sektargreiðslu og sviptur ökurétti í 14 mánuði.

Dómurinn sakar lögreglu um ýmsa ónákvæmni í rannsókninni og segir meðal annars:

„Af frumskýrslu A lögreglumanns verður ekki ráðið með vissu hvort vakthafandi hjúkrunarfræðingur hafi saknað lyfja úr lyfjavagni eða öðrum lyfjageymslum HSS þegar lögregla kom á vettvang laust eftir kl. 07:48 að morgni laugardagsins og verður ekki ráðið af gögnum máls að HSS hafi gengið úr skugga um það með sjálfstæðri skoðun á birgðahaldi hvort og þá hvaða lyf voru tekin og í hvaða magni. F læknir, sem móttók ótilgreint magn lyfja frá lögreglu sama dag, bjó ekki yfir sjálfstæðri vitneskju um þessi atriði. Virðist afhendinglyfja þvíeingöngu byggð á lista sem lögregla tók saman á grundvelli þess sem fannst í fórum ákærða…“
Telur dómurinn því að vafi leiki á því að öll lyfin sem fundust í fórum félaga hins ákærða, sem var dæmdur fyrir hylmingu fyrir það að hafa lyfin í fórum sínum, hafi verið öll úr innbrotinu frá HSS.
Maðurinn var því sýknaður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“