fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Lyfið sem Alvogen gaf Landspítalanum ekki vænlegt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. maí 2020 12:26

Alvogen höfuðstöðvar lyfjafyrirtæki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýklalyfið Hýdroxíklórókín er talið auka líkur á andláti sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunnin hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið vegna þessa.

Alvogen tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið ætlaði sér að gefa Landspítala 50 þúsund skammta af lyfinu til að gefa COVID-19 sjúklingum en skortur hafði verið á lyfinu hérlendis.

Forstjóri Alvogen, Róbert Wessmann, sagðist telja að lyfið yrði mjög eftirsóknarvert í faraldrinum þar sem notkun þess hefði lofað góðu. „Þetta lyf er búið að vera á markaði í áratugi. Læknar ávísa lyfinu, það eru aukaverkanir í sirka hálft prósent tilvika og það er yfirleitt fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að við treystum læknum til að fara vel með þetta. En það er alveg klárt að það er mjög gott fyrir Ísland og Íslendinga að eiga þennan lager og geta gengið að honum,“ hafði Vísir eftir Róberti í apríl. Alvogen framleiðir ekki lyfið.

Samkvæmt rannsókn á notagildi Hýdroxiklóríkíns sem var birt fyrir helgi er dánarhlutfall sjúklinga sem fengu lyfið hærra en meðal þeirra sem ekki fengu það.

Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi í dag að notkun lyfsins hefði verið hætt hér á landi fyrir nokkru síðan. Innan við 200 einstaklingar hafi fengið lyfið hér á landi og var fylgst vel með þeim öllum í kjölfarið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein