fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Telur hugsanlegt að kórónuveiran sé að sækja í sig veðrið á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 07:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er langt í að við getum tekið upp fyrri lifnaðarhætti, eins og þeir voru fyrir tíma heimsfaraldurs kórónuveiru. Þess í stað eigum við að undirbúa okkur undir að búa við takmarkanir í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Ekki er útilokað að veiran sé nú að sækja í sig veðrið á nýjan leik.

Þetta segir Richard Pebody, farsóttarfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni WHO. Í samtali við Sænska ríkissjónvarpið sagði hann að hætta sé á að veiran blossi aftur upp og önnur bylgja skelli á.

Hann sagði að af þessum sökum sé nauðsynlegt að viðhalda ýmsum takmörkunum, sem hafa verið settar vegna heimsfaraldursins, fram á næsta vor að minnsta kosti.

„Það er væntanlega líklegasta atburðarásin. Veiran verður væntanlega hér lengi og það er sá nýi raunveruleiki sem við þurfum að laga okkur að.“

Einnig sagði hann að það hversu fáir Evrópubúar hafi mælst með mótefni gegn veirunni bendi til að hún sé hugsanlega að ná sér á strik á nýjan leik.

„Það sýnir að það er hætta á annarri bylgju. Við verðum að vera tilbúin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“