fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Evrópska lyfjastofnunin samþykkir hugsanlega lyf gegn COVID-19 í vikunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 07:31

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska lyfjastofnunin EMA er við það að samþykkja notkun lyfsins Remdesivir til meðhöndlunar kórónuveirusmitaðra. Þetta sagði Guido Rasi, yfirmaður EMA, þegar hann kom fyrir umhverfis- og heilbrigðisnefnd Evrópuþingsins í gær.

Hann sagði hugsanlegt að skilyrt markaðsleyfi yrði veitt á næstu dögum. Remdesivir var þróað 2009 til að meðhöndla lifrarbólgu C. Lyfið hefur verið notað við meðferð ebólusjúklinga en þrátt fyrir góðar væntingar á tilraunastigi virkaði lyfið ekki vel á móti ebólu.

Lyfið er nú þegar notað á sjúkrahúsum víða um heim gegn COVID-19. EMA hefur áður mælt með notkun lyfsins fyrir COVID-19 smitaða.

Stofnuninni er heimilt að gera það þótt lyf sé enn á þróunarstigi og hafi ekki hlotið viðurkenningu en uppfylla þarf ströng skilyrði fyrir því. Til dæmis má ekki vera til annað viðurkennt lyf við þeim sjúkdómi sem á að nota lyfið við.

Rannsóknir hafa sýnt að Remdesivir getur stytt þann tíma sem sjúklingar liggja á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp í óhugnanlega ferðatöskumálinu sem skók Nýja-Sjáland

Dómur kveðinn upp í óhugnanlega ferðatöskumálinu sem skók Nýja-Sjáland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn versti dagur lífsins að komast að því að hann taldist meðal þeirra ríkustu – „Það bara virkilega fauk í mig“

Einn versti dagur lífsins að komast að því að hann taldist meðal þeirra ríkustu – „Það bara virkilega fauk í mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrar tveggja 17 ára drengja þurfa að greiða milljónir eftir heimskulegt uppátæki þeirra

Foreldrar tveggja 17 ára drengja þurfa að greiða milljónir eftir heimskulegt uppátæki þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“