fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ásmundur hættur: Stórstúkan veitti honum lausn

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er hættur sem varastórsír Oddfellowreglunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

„Á fundi stjórnar Stórstúkunnar 1. nóvember 2017, lagði hvl. varastórsír, Ásmundur Friðriksson fram ósk um að láta af embætti varastórsírs Oddfellowreglunnar af persónulegum ástæðum. Stjórn Stórstúkunnar hefur orðið við ósk hans og veitt honum lausn frá embætti. Stjórn Stórstúkunnar þakkar br. Ásmundi áralangt gott samstarf,“ segir í tilkynningunni.

Mikið hefur gengið á hjá Ásmundi í dag en hann neitaði að greina Fréttablaðinu frá hversu háar upphæðir hann fengi greiddar frá ríkinu vegna starfa sinna sem þingmaður en þingmenn geta haldið akstursdagbækur og fengið endurgreiddan ýmis kostnað. Athugun Fréttablaðsins leiðir í ljós að þingmenn í Suðurkjördæmi, kjördæmi Ásmundar hafa fengið mun hærri endurgreiðslur en aðrir þingmenn.

Ásmundur kveðst fara eftir lögum og reglum og enginn hafi gert athugasemdir hvernig hann hafi notað sinn bíl. Sveinn Arnarsson blaðamaður Fréttablaðsins spurði þá hvort Ásmundur væri til í að upplýsa hversu mikið hann hefði ekið og hvað upphæðin hefði verið há. Við því vildi þingmaðurinn ekki verða og spurði á móti: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum