fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Brauð til að monta sig af: Kolbikasvart súrdeigsbrauð

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 13. maí 2020 20:30

Ragnheiður Maísól og svarta súrdeigsbrauðið hennar. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búin að monta mig mikið af þessu brauði,” segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, forfallinn súrdeigsbakari, sem bakaði svart súrdeigsbrauð á dögunum. Sannkallað súrdeigsæði hefur gripið landann og síðustu vikur hefur fólk hreinlega hrúgast inn í Facebookhópinn Súrdegið sem Ragnheiður Maísól einmitt stýrir. Hópurinn er fyrir allt áhugafólk um súrdeig og er vettvangur til að skiptast á upplýsingum, deila uppskriftum, gefa afleggjara og monta sig, svo fátt eitt sé nefnt. Hún notaði einmitt tækifærið til að monta sig þar af svarta brauðinu.

Brauðið hennar Ragnheiðar Maísólar var kolbikasvart Mynd/RMS

Ragnheiður Maísól segir að fyrir nokkrum árum hafi hennar kærasta vinkona og félagi í fjöllistadúettnum Hits&Tits, Margrét Erla Maack, gefið henni „active charcoal” frá New York en á íslensku kallast þetta einfaldlega koladuft. „Ég dreif mig loksins í að nota það og úr varð þetta kolbikasvarta brauð með sesamfræjum. Ég fullyrði að ég var æst í alla þá 36 tíma sem það tók að gera brauðið,” segir hún og er enn mjög peppuð.  „Þetta hafði engin áhrif á bragðið, bara áhrif á minn eigin æsing og vá-faktorinn.”

Gaman að borða með augunum

Ragnheiður Maísól fór með brauðið í vinnuna þar sem það vakti mikla lukku og börnunum hennar fannst svarta brauðið líka afar spennandi. Hún mælir sérstaklega með að borða svarta brauðið með meðlæti sem er líka „fönkí,” svo sem lakkríssmjöri eða fjólubláu smjöri. „En líka með áleggi í skemmtilegum  litum. Rauðum tómötum og hvítum piparrjómaosti, grænu salati og gulri papriku. Það er svo gaman að borða líka með augunum.” segir hún. 

Mamma hélt hún hefði drepið Mörthu

Ragnheiður Maísól notaði tvær teskeiðar af koladufti í eitt brauð. Við eftirgrennslan blaðamanns kom í ljós að koladuft er hægt að kaupa bæði í Lyfju og Heilsuhúsinu sem fæðubótarefni. Þess ber að geta að kolin geta milliverkað við ýmis lyf. Í hverri brauðsneið af svörtu brauði að hætti Ragnheiðar Maísólar er þó aðeins um 0,1 gramm af kolum.

Ragnheiður Maísól Sturludóttir
Mynd/Owen Fiene

Sex ár eru síðan Ragnheiður Maísól bjó til sína fyrstu súrdeigsmóður sem hlaut nafnið Martha, eins og í Stewart. Eiginleg móðir Ragnheiðar Maísólar henti síðan Mörthu því hún taldi sig hafa drepið hana og nú á Ragnheiður súrdeigsmóðurina Betty, eins og í Crocker.  

Hún heldur úti blogginu Nýbakað – Súrdeig, sætabrauð og meððí þar sem hún segir frá tilraunum sínum í bakstri. Fyrir stuttu deild hún þar uppskrift af lakkríssmjörinu sem hún mælir með að setja á svarta brauðið. 

Ragnheiður Maísól heldur einnig úti Instagramsíðunni Nýbakað súrdeig sem allir aðdáendur súrdeigsbaksturs ættu að fylgjast með. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa