fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Nýir tímar hjá Ryanair – Munnbindi og eftirlit með salernisferðum farþega

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 21:00

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hyggst hefja flug á 40% af áður áætluðum flugum sínum þann 1. júní næstkomandi. Þess verður krafist að farþegar noti munnbindi um borð í vélum félagsins og það mun þurfa að fá leyfi hjá áhafnarmeðlimum til að fara á salernið. Áhafnirnar munu einnig nota munnbindi.

Ryanair, sem er stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, ætlar að fljúga 1.000 flug á dag frá 1. júlí en það er umtalsverð aukning frá þeim 30 ferðum sem eru farnar á dag þessar vikurnar.

Félagið hefur eins og flest önnur flugfélög ekki farið varhluta af heimsfaraldri kórónuveiru og þurft að draga úr umsvifum sínum.

Eddie Wilson, forstjóri félagsins, segir að eftir fjögurra mánaða stopp sé kominn tími til að Evrópa komist aftur á flug svo fólk geti hitt vini og ættingja og komist til vinnu. Einnig þurfi að endurræsa ferðamannaiðnaðinn í álfunni.

Breska ríkisstjórnin tilkynnti um helgina að þeir flugfarþegar sem koma til landsins frá öðrum löndum þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Bretland er einn stærsti markaður Ryanair. Michael O‘Leary, aðalforstjóri Ryanair, segir þetta vera „heimskulegt“. Auk þess sé ógerlegt að framfylgja þessu og því muni fólk væntanlega hunsa þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni