fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Þurfti að læra að borða og tala upp á nýtt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. maí 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katie Johnson, 21 árs, gekkst undir tvöfalda kjálkaaðgerð í júní 2018. Síðan þá hefur líf hennar breyst en hún þurfti að læra að borða og tala upp á nýtt. Katie deilir myndum af sér fyrir og eftir aðgerðina á TikTok og hefur myndbandið fengið yfir fjórtán milljón áhorf. Þú getur horft á myndbandið neðst í greininni.

Katie var með stórt undirbit fyrir aðgerð. Undirbit, eða „skúffubit“ eins og það er stundum kallað, þýðir að framtennur neðri góms sitja framar en framtennur efri góms.

Katie var einnig með krossbit.

Katie segir að hún hafi tapað allri tilfinningu í neðri vör, höku og góm eftir aðgerðina.

„En ég er vön því svo það truflar mig ekki,“ segir hún.

Fyrir aðgerð.

Áður en Katie fór í aðgerðina var hún mjög óörugg. Henni var strítt alla skólagönguna og krakkar gátu stundum verið mjög grimmir við hana.

„Það var gert grín af mér og ég gat ekkert gert. Ég forðaðist myndavélina allt mitt líf […] Mér fannst eins og fólk sæi bara undirbitið,“ sagði hún í einlægri færslu á Facebook fyrir ári síðan.

Katie í dag.

Það eru komin tvö ár síðan Katie undirgekkst aðgerðina og segist hún vera mjög hamingjusöm í dag. Hún segist einnig vera sterkari fyrir vikið.

Katie strax eftir aðgerð.

Það munaði hins vegar litlu að hún færi ekki í aðgerðina.

„Ég hafði þegar hætt þrisvar sinnum við aðgerðina en fór að lokum í hana. Hún breytti lífi mínu. Batinn var allt annað en auðveldur en algjörlega þess virði. Ég þurfti að læra að tala og borða upp á nýtt,“ segir hún.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að ég myndi elska að brosa. Og það er svo miklu auðveldara að borða!“

Í dag elskar Katie að brosa.

Sjáðu myndbandið.

@katiejohn23Can’t believe it’s been 2 years since I said goodbye to my biggest insecurity. ##doublejawsurgery ##transformation♬ something traumatic – courtneyleehewitt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir leikmenn Manchester United snúa aftur

Tveir leikmenn Manchester United snúa aftur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Framboð Viktors gilt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.