fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Slæmar fréttir frá vísindamönnum – „Allir vonuðu það, þar á meðal ég“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 06:47

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur breskra vísindamanna hefur rannsakað sýni úr 7.600 sjúklingum sem voru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þeir telja að veiran hafi dreift sér mjög hratt eftir að fyrstu smitin komu upp.

CNN skýrir frá þessu. Vísindamennirnir rannsökuðu margar stökkbreyttar útgáfur veirunnar og sáu engin merki þess að hún hafi stökkbreyst þannig að hún dreifi sér hraðar eða geti valdið alvarlegri veikindum.

CNN hefur eftir Francois Balloux, hjá University College London Genetics Institute, að veiran breyti sér en það þýði ekki endilega að hún verði verri. Hann sagði að allar veirur stökkbreytist, það sé í sjálfu sér ekki slæmt og ekkert bendi til að þessi veira stökkbreyti sér hraðar eða hægar en búast mátti við. Enn sé ekki hægt að segja til um hvort hún sé orðin meira smitandi en áður.

Hann sagði að greiningar á sýnum frá alþjóðlegum gagnabanka, sem vísindamenn um allan heim nota til að rannsaka veiruna, bendi til að fólk hafi byrjað að smittast af veirunni 2019.

„Það útilokar þann möguleika að SARS-CoV-2 hafi byrjað að dreifa sér löngu áður en veiran greindist og hafi þá strax smitað mikinn fjölda.“

Segir í skýrslu vísindamannanna, sem hefur verið birt í Infection, Genetics and Evolution.

Balloux segir þetta slæm tíðindi því ef þetta passi þá geri það út um vonir margra um að veiran hafi verið í umferð um hríð og hafi smitað marga. Ef svo hefði verið þá hefði verið kominn ákveðinn grunnur að ónæmi meðal fólks.

„Allir vonuðu það, þar á meðal ég.“

Sagði hann.

Vísindamennirnir segja að þeir hafi einnig fundið erfðafræðilegar upplýsingar sem styðja grun um að veiran hafi borist til Evrópu, Bandaríkjanna og annarra staða löngu áður en fyrstu tilfellin voru staðfest í janúar og febrúar. Balloux sagðist telja að ómögulegt verði að finna út hvert fyrsta tilfellið var í hverju landi. Það sé tilgangslaust að hugleiða hver hafi verið „sjúklingur núll“ því þeir séu svo margir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal