fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Fullkomin mæðradagsgjöf fyrir 3000 krónur

Auður Ösp
Mánudaginn 4. maí 2020 20:46

Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 5. maí, með sölu á Mæðrablóminu sem er Leyniskilaboðakerti þriðja árið í röð.

Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til mennta. Markmið sjóðsins er að efla styrkþega til mennta og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt fleiri en 250 styrki til náms.

Söfnunarátak Menntunarsjóðs hefst formlega 5. maí í garðinum heima hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur kl.12 með móttöku þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, frú Eliza Reid, forsetafrú og Sigríður Thorlacius, söngkona, taka á móti kertum frá stjórn Menntunarsjóðsins, Þórunni Árnadóttur, vöruhönnuði, og öðrum velunnurum sjóðsins.

Líkt og undanfarin ár eru frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og frú Eliza Reid, forsetafrú, sérstakir stuðningsaðilar átaksins en nú bætist Sigríður Thorlacius, söngkona, í þeirra hóp. Allar hafa þær valið sinn leyniskilaboðatexta í kertin tileinkaðan mæðrum.

 Til styrktar átakinu í ár hefur Sigríður Thorlacius jafnframt tekið upp lagið Litli tónlistarmarðurinn eftir Freymóð Jóhannsson (Tólfta september), sem dreift verður ásamt nýju leiknu myndbandi á samfélagsmiðlum.

 Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú þriðja árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta.  Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun.

 Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Eldum Rétt, Nettó og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 5.-19. maí.

 Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum í banka: 515-14-407333, kennitala: 660612-1140. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Mæðrastyrksnefndar eða á Facebook síðu Menntunarsjóðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim