fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Logi smalar í vinstri stjórn og setur þrýsting á Katrínu: „VG á leik!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins áttu fund í dag þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Logi berst nú ótrauður fyrir myndum vinstri stjórnar þrátt fyrir að upp úr þeim viðræðum hafi slitnað fyrir skömmu og VG sé nú í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Í færslunni sem fylgir myndinni stillir Logi upp möguleikum á 5 til 6 flokka stjórn með Flokk fólksins innanborðs. Um leið setur hann þrýsting á Vinstri græn og formann þeirra, Katrínu Jakobsdóttur:

„Við Inga áttum gott samtal um brýn verkefni næstu ára. Við eigum bæði rætur í jafnaðarhugsjóninni og rennur til rifja fátækt, misskipting og veik almannaþjónusta.

F væri opinn fyrir því að ræða stjórnarmyndun frá miðju til vinstri.

Þetta væri óvenjulegt en ég er sannfærður um að það er rétta svarið til að koma hér á félagslegum og pólitískum stöðugleika.

Saman hefðu VBSPCF 40 þingmenn en þeir væru 32 án B.

Eins og sagt er í skákinni; VG á leik!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhanna segir Woke hafa náð tökum á skólunum: „Enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju“

Jóhanna segir Woke hafa náð tökum á skólunum: „Enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju“
Fréttir
Í gær

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki
Fréttir
Í gær

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara