fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Frægur kjötmarkaður enn opinn – Selja leðurblökur og snáka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 18:00

Rottur til sölu á Tomohon markaðnum. Mynd: Flickr/Niek van Son

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn er hinn umtalaði kjötmarkaður Tomohon í Sulawesi í Indónesíu enn opinn. Þar selja kaupmenn til dæmis hunda, ketti, leðurblökur og snáka. Talið er líklegt að COVID-19 veiran hafi átt upptök á svipuðum markaði í Wuhan í Kína og hafi borist í fólk úr dýri eða dýrum sem þar voru seld til manneldis.

Starfsfólk dýraverndunarsamtakanna PETA segist hafa heimsótt markaðinn nú í apríl og meðal annars séð kjöt af villisvínum, snákum, hundum og rottum til sölu. Berhent sölufólk og viðskiptavinir hafi verið að handleika kjöt af dýrum sem var slátrað á staðnum.

Leðurblökur þykja herramannsmatur á sumum svæðum í Kína og það sama á við á Sulawesi eyju þar sem hefð er fyrir að nota þær í karrýrétt sem heitir Paniki. Í honum er meðal annars heil leðurblaka, þar á meðal vængirnir og hausinn.

Dýraverndunarsamtök og stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að markaðnum verði lokað en það hefur ekki borið árangur enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“