Enska úrvalsdeildin stefnir að því að hefja keppni þann 6. júní næstkomandi en frá þessu er greint í dag.
Það er engin knattspyrna spiluð í Evrópu í dag vegna COVID-19 nema í Hvíta-Rússlandi.
Lítið undirbúningstímabil mun hefjast þann 16. maí og fer deildin svo af stað á fullu þremur vikum seinna.
Það verður mikilvægt að klára allar deildarkeppnir Englands áður en byrjað er að spila næsta tímabil í ágúst.
Leikirnir verða þó ekki fyrir framan stuðningsmenn en leikið verður fyrir luktum dyrum.