fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Forvitnilegt að sjá hvort COVID-19 faraldurinn nær hámarki í næstu viku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. apríl 2020 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vottaði aðstandendum þeirra sem látist hafa af COVID-19 sjúkdómnum samúð sína á daglegum upplýsingafundi um COVID-19. Tveir létust á síðasta sólarhring, einn á Bolungarvík og einn á Landspítala í Reykjavík. Samtals hafa sex látist úr sjúkdómnum hér á landi, einn erlendur ferðamaður og fimm Íslendingar.

Sjötíu og sex greindust með smit á síðasta sólarhring. Sýnatökur voru óvenjumargar eða um 2.500. Sjö prósent sýna hjá veirufræðideildinni voru jákvæð en 0,9% sýna hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Alls liggja 37 á spítala með sjúkdóminn, 35 á Landspítalanum og tveir á Akureyri. Í öndundarvél eru sjö.

Þórólfur segir að sjúkdómurinn sé í sama línulega vaxtarfasa og áður og í samræmi við spálíkan. Verði forvitnilegt að sjá hvort spáin um að toppi faraldursins verði náð í næstu viku muni rætist. Eftir það ætti að útbreiðsla veirunnar að vera á niðurleið.

Sjá tölfræði um kórónuveiruna á covid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna