fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Sigurjón kláraði 128 kílómetra fjallahlaup – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. apríl 2020 14:00

Sigurjón Ernir Sturluson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Ernir Sturluson er afreksíþróttamaður, þjálfari og faðir. Hann hefur bullandi áhuga á hreyfingu og næringu, enda þarf hann að vera með þau atriði á hreinu til að geta hlaupið 128 kílómetra fjallahlaup með 7.500 metra hækkun.

En hvað borðar maður sem þarf að hafa orkuna í hámarki? Ef þú vilt vita hvað maðurinn sem getur hlaupið 128 kílómetra í senn, æfir tvisvar á dag og fer í ísbað á kvöldin, þá skaltu halda áfram að lesa.

Hefðbundinn dagur

Hefðbundinn dagur í lífi Sigurjóns Ernis er vel skipulagður enda nóg að gera. Hann starfar sem markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Sportvörum og heldur úti Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis. Við báðum hann um að lýsa venjulegum degi í sínu lífi.

„Eftir að ég eignaðist dóttur mína, Líf Sigurjónsdóttur, þá leyfi ég mér að sofa aðeins lengur en áður fyrr. Svefninn er án efa okkar mikilvægasta athöfn. Ég fer í háttinn klukkan 22:00 og vakna yfirleitt á milli 6:30-7:00. Ég reyni að ná góðum teygjum með kaffibollanum og blaðinu á morgnanna. Á sama tíma reyni ég að gera ungu dömuna klára í leikskólann. Eftir að sú stutta er komin í leikskólann reyni ég að ná stuttri æfingu sem er yfirleitt interval hlaupaæfing eða hjól með laufléttu styrktarsetti í lokin,“ segir Sigurjón Ernir.

Sigurjón vinnur í Sportvörum á milli 9-17:00 og tekur yfirleitt aðra æfingu rétt fyrir kvöldmat. Eftir kvöldmat vinnur hann í fjarþjálfunarrekstri sínum og endar síðan daginn á 3-4 mínútna ísbaði.

„Ég er með kaldan pott heima. Ísbaðið hjálpar mér með endurheimt og betri svefn.“

Sigurjón æfir í bílskúrnum heima.

Einn fremsti Spartan-hlaupari Íslands

Sigurjón Ernir er með fremri fjallahlaupurum á Íslandi og er einn fremsti Spartan-hlaupari landsins. Spartan-hlaup snúast um að hlaupa ákveðna vegalengd og klára ýmsar krefjandi hindranir og þrautir í gegnum hlaupið.

„Mín keppnishlaup eru allt frá 5 km götuhlaupi yfir í 128 kílómetra fjallahlaup með mikilli hækkun. Spartan-hlaupin eru allt frá 8-12 kílómetrar með 15-25 hindrunum til 50+ kílómetrar með yfir 60 hindrunum,“ segir hann.

Fastar í sólarhring í hverri viku

„Ég hef lengi notast við föstur í minni daglegu rútínu og notast við form af föstu sem er kallað 16/8. Þá borða ég ekkert milli 20:00-12:00 og borða svo fjórar máltíðir á milli 12-20:00. Ég hef einnig bætt við 24 klukkustunda föstu alltaf einu sinni í viku frá sunnudagskvöldi til mánudagskvölds. Yfir daginn er ég að innbyrða um 3.000-3.500 kaloríur. Ég er grænmetisæta í dag og hef verið það í þrjú ár. Ég legg áherslu á að borða holl matvæli og passa að fá nóg af próteini og fitu í gegnum mitt mataræði. Ég tek einnig vítamín úr Terranova línunni hjá Heilsu ehf og Foodspring bætiefni, en áherslan á mína næringu liggur alltaf í mataræðinu og matvælum.“

Uppáhalds máltíð

„Það er engin ákveðin máltíð mín uppáhaldsmáltíð. Ég reyni að hafa fjölbreytni og hollustu í fyrirrúmi. En mín uppáhalds svindlmáltíð er sennilega fjögurra osta pítsa sem er oftar en ekki líka fyrir valinu hjá mér kvöldið fyrir krefjandi keppni, mikil orka í slíkri máltíð. En fastan hefur hjálpað mér að þjálfa líkamann í að þola stórar og orkumiklar máltíðir sem er mikill kostur fyrir ultra hlaup. Þar sem mikilvægasti hlutinn af keppninni er að næra sig vel í gegnum hlaupið.“

Sigurjón Ernir Sturluson.

Þetta borðar Sigurjón Ernir á venjulegum degi:

Morgunmatur:

„Ég hef bara ekki borðað morgunmat í nokkur ár og aldrei verið betri, minn morgunmatur er 300-500ml af vatni og góður kaffibolli, ef ég tek ekki vatnsföstu.“

Hádegismatur:

„Hafragrautur með grófum höfrum, chia fræjum, sólblómafræjum, hampfræjum, hnetumixi, 3 teskeiðar af grófu hnetusmjöri og Foodspring próteindufti. Einnig verður oft góður réttur á Spírunni fyrir valinu.“

Millimál:

„330 ml kolvetnaskert hleðsla með tveimur lágkolvetna brauðsneiðum með smjöri og osti. Eða hleðsla og hreint skyr með hnetumixi og chia fræjum.“

Millimál nr. 2:

„Foodspring prótein út í 330 ml möndlumjólk og banani + Foodspring próteinstykki.“

Kvöldmatur:

„Orkumikið salat með Terranova Life Drink út á. Eftirréttur er oftar en ekki grísk jógúrt með próteini og dass af hnetumixi.“

Orkumikið salat er vinsælt á matseðli Sigurjóns Ernis.

Sigurjón deilir hér uppskriftinni að orkumikla salatinu:

Hráefni:

  • Bygg
  • Tófú (eða annað sojakjöt)
  • Ferskt grænmeti
  • Hnetur
  • Vínber
  • Edamame-baunir
  • Avókadó
  • Mæjónes
  • Terranova Life drink

Aðferð:

Fyrst sýð ég bygg í potti í 45 mínútur, sýð yfirleitt mikið magn til að eiga. Um leið steiki ég tófú á pönnu í nokkrar mínútur.

Á meðan sker ég ferska grænmetið og blanda því í skál með salati og bæti við hnetum og fræjum. Að lokum bæti ég mæjónes og Terranova Life Drink út á og borða með bestu list.

Það er hægt að fylgjast með Sigurjóni Erni á samfélagsmiðlum.

Instagram: @sigurjonernir
Snapchat: @sigurjon1352
Facebook: Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa