fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Breti hjólaði í kringum heiminn og setti hraðamet

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. september 2017 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Beaumont, 34 ára breskur karlmaður, komst í metabækurnar á dögunum þegar hann hjólaði hringinn í kringum heiminn. Mark þessi setti heimsmet í leiðinni því enginn hefur framkvæmt þetta á skemmri tíma en hann.

Mark lagði af stað frá París þann 2. júlí síðastliðinn og kom aftur til Parísar 79 dögum síðar. Þá hafði hann lagt að baki tæplega 29 þúsund kílómetra, eða tæpa 370 kílómetra á hverjum einasta degi meðan ferðalagið stóð yfir.

Dagskráin hjá Mark var nokkuð þétt. Hann hjólaði í gegnum Evrópu, til Rússlands, Mongólíu og Kína áður en hann hjólaði í gegnum Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þaðan hélt hann til Norður-Ameríku áður en hann hjólaði í gegnum Portúgal, Spán og svo Frakkland.

Tuttugu og tvö ár eru síðan Mark hjólaði þvert yfir Skotland á einum degi. Mark segist hafa sótt innblástur til bókar Jules Verne, Umhverfis jörðina á áttatíu dögum sem kom út árið 1873. Hann tók daginn snemma alla daga, vaknaði klukkan fjögur um nótt og hjólaði ávallt í fjóra tíma í senn áður en hann hvíldi sig og borðaði. Hann hjólaði samtals í sextán klukkustundir á sólarhring.

Hann áætlar að hann hafi borðað að jafnaði níu þúsund hitaeiningar til að tryggja að hann hefði næga orku. Mark, sem er búsettur í Edinborg í Skotlandi, segir að þessi upplifun hafi verið einstök en verkefnið hafi verið ólýsanlega erfitt, bæði andlega og líkamlega. Hann hafi þótt haft gott bakland sem tryggði að allt gengi upp eins og raunin varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann