fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hauki finnst hann hafa brugðist Víði – „Ömurleg tilfinning“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands og Evrópska golfsambandsins, finnst það ömurleg tilfinning þegar hann veldur einhverjum vonbrigðum og ummæli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og talsmanns Almannavarna um framgöngu sumra íþróttafélaga í samkomubanni vegna kórónuveirunnar vöktu Hauki þessa tilfinningu.

Þetta kemur fram í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag en Haukur er höfundur þeirra.

„Það er ömurleg tilfinning þegar maður veit að maður hefur valdið öðrum vonbrigðum. Hún er enn sterkari þegar maður veit upp á sig sökina,“ segir Haukur og greinir frá atviki í æsku sinni. Síðan segir hann:

„Nú, þrjátíu árum seinna, fann ég fyrir svipaðri tilfinningu þegar Víðir Reynisson sagði frá því á fundi almannavarna að íþróttafélög væru enn að boða iðkendur á æfingar. Íþróttahreyfingin stendur mér afar nærri og því tók ég það til mín þegar rólyndismaðurinn Víðir Reynisson lýsti vonbrigðum sínum með íþróttahreyfinguna. Þótt síðar hafi komið í ljós að vonbrigði Víðis hafi ekki fyllilega verið á rökum reist, voru þau engu að síður holl áminning. Það er mikilvægt að íþróttafélög hugi vel að sínu starfi og virði leikreglurnar.“

Í pistli Hauks er ekkert sem gefur tilefni til að ætla að hann hafi gert eitthvað sjálfur til að brjóta samkomubannið en engu að síður fyllist hann sektarkennd vegna þessa, kannski sem einn af fulltrúum íþróttahreyfingarinnar. Hann segir síðan í lok pistils síns:

„Þótt okkur kunni að finnast reglurnar ósanngjarnar eða jafnvel óþarfar, þá eru þetta engu að síður þær reglur sem settar hafa verið, af fólki sem við treystum til verksins. Við deilum ekki við dómarana. Sýnum aðstæðum virðingu og tökum þeim af alvöru. Leggjumst öll á árarnar, leggjum skammtíma hagsmuni til hliðar og fjárfestum í sumrinu. Verum stolt þegar við getum loksins horft til baka. Því fyrr sem hefðbundið líf, með óheftum leik, getur hafist á ný, því betra. Koma svo – við getum þetta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum