fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Foreldrar langveikra barna fá ekki greitt fyrir verndarsóttkví þrátt fyrir ráðleggingar Landlæknis

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. mars 2020 18:57

Skjáskot úr fréttatíma Stöðvar 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti Landlæknis hefur ráðlagt foreldrum langveikra barna að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima við í svonefndri verndarsóttkví. Fyrir slíka sóttkví kemur þó ekki til greiðslna samkvæmt nýlega samþykktum lögum um greiðslur launa í sóttkví þar sem um valkvæða aðgerð er að ræða en ekki lögbundna.

Móðir langveiks barns, Þórdís Erla Björnsdóttir, segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sitji eftir launalaus þegar þeir fylgi fyrirmælum Landlæknis. Þetta kom fram í fréttatíma stöðvar 2.

Þórdís furðar sig á því að einstaklingar, sem sjálfviljugir séu að ferðast milli landa, fái greitt í sóttkví við komuna til landsins, en einstaklingar í hennar stöðu þurfi að vera upp á náð vinnuveitenda komin eða sitja eftir með skerta innkomu fyrir það eitt að fylgja ráðleggingum landlæknis til að vernda börn sín sem eru í áhættuhóp.

„Mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessar reglur, þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir, en ekki við,“ sagði Þórdís í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2.

Markmið laganna var að styrkja atvinnurekendur sem greiði launamönnum sem sæta sóttkví laun og var markmið þeirra að stuðla að því að landsmenn geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví,  án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálum.  Skilyrði fyrir slíkum greiðslum er þó að það sé samkvæmt beinum fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og felur því ekki undir tilvik þar sem fólk fer í sjálfskipaða sóttkví eða í tilvikum þar sem fólk fer í verndarsóttkví til að vernda sjálft sig, vegna þess það tilheyri áhættuhóp, eða í tilvikum eins og Þórdísar þar sem hún er að vernda barn sitt.

Engu að síður hefur landlæknir ráðlagt foreldrum langveikra barna að gæta sérstakrar varúðar, sérstaklega ef um nánar tilgreinda sjúkdóma eru að ræða sem valdi sérstakri hættu. En aftur á móti eru slíkar varúðarráðstafanir ekki lögskyldar þó svo að í leiðbeiningum til foreldra segi orðrétt:

„Þó að þú tilheyrir ekki áhættuhópi ættir þú að leggja þitt af mörkum til að vernda börn með langvinna sjúkdóma gegn smiti, með því að verja þig. Samfélagslegt verkefni okkar allra er að vernda þá sem eru viðkvæmari og veikari. Munum að við erum öll almannavarnir“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd