fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. mars 2020 05:50

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York ríki, sérstaklega New York borg, hefur orðið verst úti í Covid-19 faraldrinum í Bandaríkjunum. Þar hafa 39.140 tilfelli COVID-19 verið staðfest og 365 hafa látist af völdum veirunnar. Yfirvöld eru byrjuð að setja upp bráðabirgðalíkhús til að hægt sé að taka við hinum látnu.

Bráðabirgðalíkhús voru síðast notuð í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin þann 11. september 2001 en þá létust tæplega 3.000 manns.

Sky-fréttastofan ræddi við starfsfólk á sjúkrahúsi í Queens í New York um hvernig staðan væri núna miðað við í kjölfar hryðjuverkaárásanna 2001. Steve Kassipis, læknir á gjörgæsludeild Mount Sinai sjúkrahússins, var ekkert að skafa utan af hlutunum:

„Það er komið með fólk. Það er barkaþrætt. Það deyr. Þessi hringur endurtekur sig.“

Hann var einnig á vakt þann 11. september 2001 og hefur því góðan samanburð:

„Það var ekkert miðað við þetta. Þá biðum við eftir að sjúklingarnir kæmu en þeir komu ekki. Nú koma þeir stanslaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?