fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Fleiri COVID-19 smit hafa greinst í Bandaríkjunum en Kína

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. mars 2020 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum hafa 85.840 greinst með COVID-19 smit í Bandaríkjunum. Þar með eru skráð tilfelli í Bandaríkjunum orðin fleiri en í Kína en þar hafa 81.782 smit verið staðfest. Ítalía fylgir þar á eftir með 80.589 staðfest smit. Spánn er í fjórða sæti með 57.786 staðfest smit. Á heimsvísu hafa rúmlega 532.000 smit verið staðfest.

1.296 hafa látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, 3.291 í Kína, 8.215 á Ítalíu og 4.365 á Spáni.

Tölurnar yfir staðfest smit eru ekki endilega haldgóð vísbending um hversu margir eru smitaðir af veirunni því talið er að miklu fleiri séu smitaðir en hafi ekki gengist undir próf. Einnig er mikill munur á milli landa á hversu mörg sýni eru tekin og við hvað er miðað áður en sýni eru tekin.

Bandaríkjamenn hafa verið hvattir til að halda sig heima og atvinnulíf er að stórum hluta lamað í landinu eins og víða annarsstaðar. New York hefur orðið verst úti í faraldrinum fram að þessu. Þar hafa yfirvöld hafist handa við að koma upp bráðabirgðalíkhúsum þar sem líkhús borgarinnar ráða ekki við álagið þessa dagana. Bráðabirgðalíkhús voru síðast notuð í borginni eftir hryðjuverkaárásirnar í september 2001 þegar tæplega 3.000 manns létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið