fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Forsætisráðherra er sannfærður að önnur bankakreppa muni ríða yfir

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Mynd/EPA

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er sannfærður um að önnur bankakreppa muni ríða yfir. Segir hann í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina Sky að það sé aðeins tímaspursmál þangað til kreppa sambærileg þeirri frá 2008 muni ríða yfir. Hann sagðist ekki treysta sér til þess að segja hvenær kreppan mun ríða yfir en að græðgi mannsins muni verða til þess:

Hvenær veit ég ekki. Mannfólk gerir mistök og græðgi mun verða til þess að fólk taki slæmar ákvarðanir. Það mun gerast aftur,

sagði Bjarni. Hann ræddi einnig um aðgerðir stjórnvalda gegn stjórnendum bankanna, Bjarni segir að það að fangelsa bankamenn hafi hjálpað til við að græða sár þjóðarinnar eftir hrun. Hann sagðist vera hissa á að önnur lönd, þar á meðal Bretland, hafi ekki fylgt fordæmi Íslendinga og fangelsað bankamenn:

Ég held að umheimurinn finni fyrir gremju yfir því að málin hafi ekki að minnsta kosti verið rannsökuð.

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.

Sigurður: Spillt kerfi og lögum breytt afturvirkt

Sky ræddi einnig við Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings og Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómara. Jón Steinar sagði að íslenskir bankamenn hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð. Sigurður, sem var dæmdur í 4 ára fangelsi í Al Thani-málinu með eins árs hegningarauka, segir að hann hafi ekki gert neitt rangt, kerfið sé spillt og að lögum hafi verið breytt afturvirkt:

Því miður hef ég glatað trú á íslenskt réttarkerfi og dómstóla. Ég hef verið dæmdur tvisvar án nokkurra minnstu sannana

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu