fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Kynlífsiðnaðurinn í Danmörku finnur fyrir COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 21:00

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 heimsfaraldurinn kemur illa við marga og einnig við þá sem stunda það sem stundum hefur verið sagt vera „elsta atvinnugrein heims“, það er vændi. Í Danmörku hefur vændismarkaðurinn nær algjörlega lognast út af vegna heimsfaraldursins.

Fimm stærstu „nuddstofur“ (vændishús) Kaupmannahafnar lokuðu strax í upphafi faraldursins og sárafáar vændiskonur eru að störfum á götum úti þessa dagana. Samkvæmt umfjöllun BT kemur þetta verst niður á konum sem standa illa að vígi félagslega.

Við venjulegar aðstæður eru mörg hundruð auglýsingar um „nuddþjónustu“ í Ekstra Bladet daglega en nú eru þær sárafáar, fingur beggja handa duga til að telja þær.

Að sögn „Estelle“, sem er talskona samtaka kvenna í kynlífsiðnaðinum, þá eru margir karlar sem gjarnan vilja kaupa vændi þessa dagana en það séu aðeins þær vændiskonur, sem eru verst settar félagslega, sem séu starfandi.

Reden í Kaupmannahöfn, er athvarf fyrir vændiskonur, og þar á bæ sér starfsfólkið mikla fækkun vændiskvenna sem eru að störfum þessa dagana. Götuvændi heyrir nær algjörlega sögunni til að sögn talsmanns Reden. Nokkrar danskar vændiskonur, sem tilheyra samfélagi fíkniefnaneytenda á Vesterbro, eru enn að störfum en annars er lítið um vændi.

Ekki er vitað með vissu hversu margar vændiskonur eru í Danmörku en hjá Reden er talið að þær séu um 3.000 og er þá miðað við upplýsingar athvarfsins og auglýsingar vændiskvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd