fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Þú getur líklegast smitast oft af kórónuveiru á lífsleiðinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 05:59

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn sem komið er hafa ekki mjög margir smitast af kórónuveirunni COVID-19 sem nú herjar á heimsbyggðina. Að minnsta kosti ekki nógu margir til að hjarðónæmi myndist. Því eru ekki margir sem eru ónæmir fyrir veirunni sem stendur og því dreifist hún hratt.  En eftir því sem fleiri smitast af henni dregur úr útbreiðslu hennar. Ef bóluefni kemur einnig til sögunnar  verður hægt að bólusetja svo marga að veiran getur í raun ekki breiðst meira út. Þá hefur svokallað hjarðónæmi myndast.

Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Jan Pravsgaard Christensen prófessor í smitsjúkdómafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann vildi fara varlega í að meta hversu margir þurfa að hafa smitast af veirunni áður en hjarðónæmi næst. Hann sagðist þó telja að 80-90 prósent af heildinni þurfi að vera ónæm fyrir veirunni til að hjarðónæmi náist.

En enn er langt í land að svo margir verði ónæmir fyrir veirunni án þess að bóluefni komi til sögunnar. Það bætir heldur ekki úr skák að ónæmið varir væntanlega ekki fyrir lífstíð.

„Þegar þú hefur verið með veirusjúkdóm eins og COVID-19 verður þú ónæmur. Það sama á við ef þú ert bólusettur gegn sjúkdómnum. Í raun þýðir þetta að ónæmiskerfið þekkir sjúkdóminn svo vel að það áttir fljótt á því ef þessi sama veira kemur aftur inn í líkamann og veit því nákvæmlega hvað þarf að gera til að drepa hana.“

Af þessum sökum veikist fólk ekki aftur af sömu veirunni. En sá hængur er á þessu að ónæmiskerfið man ekki eftir öllum sjúkdómum í langan tíma. Mislingar hafa svo mikil áhrif á ónæmiskerfið að það man eftir þeim fyrir lífstíð og því getur fólk aðeins fengið þá einu sinni. Það er hins vegar hægt að smitast af sömu kvefveirunni með nokkurra ára millibili því ónæmiskerfið gleymir henni eftir nokkurn tíma.

„Það er líklegt að ónæmiskerfið gleymi COVID-19 með tímanum.“

Sagði Allan Randrup Thomsen prófessor í veirufræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann sagði að reiknað væri með að takmarkað ónæmi myndist, það muni vara í eitt til þrjú ár en þó viti það enginn með vissu því COVID-19 sé svo ný veira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð