fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Umdeildur læknir telur sig hafa fundið lækningu við COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski læknirinn Didier Raoult er umdeildur í heimalandi sínu vegna yfirlýsinga um að hann hafi fundið lækningu við COVID-19. Aðferð hans felst í að gefa sjúklingum lyf sem eru notuð við malaríu. Um er að ræða blöndu af klórókíni og sýklalyfjum. Þetta fór illa í marga lækna og vísindamenn sem telja óábyrgt að ráðleggja aðferð sem ekki hefur farið í gegnum klínískar tilraunir.

Það varð ekki til að lægja öldurnar þegar Raoult sagði ósiðlegt af öðrum læknum að gera ekki eins og hann og reyna að bjarga mannslífum með einu aðferðinni sem er þekkt þessa stundina.

Yfirlýsingar hans um þetta og loforð um að sýni yrðu tekin úr öllum þeim sem grunar að þeir séu smitaður af COVID-19 urðu til þess að langar raðir mynduðust við Timone sjúkrahúsið í Marseille þar sem Raoult starfar. Þar hefur hann unnið að tilraun á 26 sjúklingum þar sem þeim er gefið lyf við malaríu gegn COVID-19.

Um helgina tilkynnti Olivier Véran, heilbrigðisráðherra, að sjúkrahús um allt land mættu prófa aðferð Raoult en nú hefur honum snúist hugur eftir að hafa lesið gagnrýni frá ráðgefandi nefnd á vegum ráðuneytisins.

Framvegis má aðeins nota blöndu af klórókín og sýklalyfjum á sjúklinga sem eru illa haldnir af veirunni. Það má aðeins gera ef allir læknarnir, sem annast viðkomandi sjúkling, eru sammála um að beita aðferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat